22. júl. 2007

Felt Felt Felt

Það sem hefur einkennt síðastliðna viku er felt. Fyrir þá sem ekki vita þá er felt = fieldwork, Þ.e.a.s. þegar gagnasöfnun úti á sér stað. Og hefur þetta felt verið einstaklega skemmtilegt þar sem ég fékk að ferðast um strendur S-Englands.
Hér eru nokkrar myndir.
Skipið á myndinni heitir Napoli og var siglt í strand í Janúar 2007, þar sem talin var hætta á að það myndi brotna í sundur vegna skemmda sem urðu í stormi. Þetta er gámaskip og gætu sumir munað eftir mótorhljólum, eldavélum og alskonar drasli sem rak á land- og fólk flykktist að til að hirða. Olía lak úr því og þá og var gerð könnun á lífríki fjarana í kring í kjölfarið. Um daginn var ákveðið að sökkva ferlíkinu (að mestu) og sjást á myndinni tveir bátar vera að reyna að draga skipið í sundur. Reynt var að bomba það í sundur og tókst það daginn eftir að ég hafði farið á staðinn. Ástæðan fyrir að ég fór var sú að MBA vildi gera frekari könnun á lífríki strandarinnar í kjölfar meiri olíuleka á svæðinu.
Svo fór ég á aðra staði í könnunarleiðangur og eru fyrstu tvær myndirnar frá slíkum stöðum.
Fleiri myndir úr feltinu og frá Plymouth borg eru á myndasíðunni minni - það er tengill hér til hægri.

Hvað er að frétta?
- Yann er að koma í heimsókn í lok Ágúst og er planið að fara að skoða þorpið sem Dr. Martin þættirnir voru teknir upp. Sá bær er aðeins 50 km í burtu. (Mamma og Pabbi eru örugglega svaka abbó núna).
- Ég er á fullu að leita að langtímahúsnæði og ætla að skoða mjög veglegann kost á morgunn.
- Ég fór niðrí bæ um helgina á tónleika með hljómsveit sem ein stelpa í vinnunni spilar í og var það svaka stuð (funk-reggae band). Kynntist í leiðinni næturlífi Plymouth og virðist það vera í fínasta lagi.
- Ég er að hlusta á Volta plötuna hennar Bjarkar og verð að sega að sum lögin á plötunni eru snilld, önnur eru erfiðari í fyrstu hlustun en verða pottþétt frábær eftir frekari hlustun. Svo vil ég benda á Geðveikt lag sem er í uppáhaldi hjá mér núna og það er Mouths cradle af medúlla plötunni- tók aldrei sérstaklega eftir þessu lagi en allt í einu varð það sjúklega töff!

Þangað til næst... yfir og út

13. júl. 2007

Veðurbarðir hrúðurkarlar



Ég vil ekki heyra múkk um það hvernig veðrið hjá ykkur heimalingunum hefur verið að undanförnu... ég veit. Ég hélt að hið síbreytilelga veður á Íslandi væri einstakt en því miður verð ég að hryggja klakabúa með þeirri staðreynd að Plymouth myndi vinna "breytilegtveðurkeppni" ef eitthvað slíkt væri til. Myndin hér uppí horni er lýsandi fyrir hina hversdagslegu veðurspá. Dagurinn í dag hefur verið óvenju lítið breytilegur, bara rigning.

Veðrið varð glæsilegt í tvo daga í vikunni... synd að þetta voru einmitt þeir dagar sem ég naut gubbupestar í boði húsfélaga míns. - life is full of suprises :)

Annars skal ég aðeins segja frá því sem ég er að gera núna. Ég vinn hjá manni sem heitir Stephen J. Hawkins og áður en lengra er haldið vil ég taka fram að hann er ekki fjölfatlaður og hann horfir ekki upp til himins. Nei, Sá sem hér um ræðir horfir niður í fjöruna, á hrúðurkarla eða ýmis lindýr.

Vinnan er mjög dæmigerð vinna fyrir nýútskrifaða líffræðinga. Ég er að telja hrúðurkarla (því þegar maður hugsar út í það... hvað gera líffræðingar annað en að telja?). Ég hef í höndunum stafrænar myndir af hrúðurkörlum og þarf ég að aðgreina ákveðnar tegundir (sem þér að segja er ekki alltaf auðvelt) og telja þær. Þetta væri ömurlegt ef ég vissi ekki um markmið þessara talninga.
Í stuttu máli þá var einhver gaur sem byrjaði að telja hrúðurkarla á ákv. svæðum í suður-englandi á 6 áratug síðustu aldar, og eru til talningar frá honum sem ná yfir næstu áratugi. Kom í ljós að jákvæð fylgni er á milli hitastigs og hlutfalls tegunda hrúðurkarla. Síðar ákvað Stephen Hawkins að byrja aftur á hrúðurkarlatalningunum (fyrir 20 árum eða svo) og hefur því safnast í sarpinn af upplýsingum. Á síðustu árum eru bara teknar stafrænar ljósmyndir og talið af þeim (þar kem ég til sögunar).
Langtíma upplýsingar um lífríki eru mjög verðmætar þar sem þær geta gefið margt af sér. Í þessu tilfelli er markmiðið að skilja hugsanleg viðbrögð ýmisa lífvera (eða lífverusamfélaga) í sjó við breytingum í hafinu. Þ.e.a.s. Hvað gera lífverusamfélögin þegar byrjar að hitna í kolunum?... við vitum það ekki og þess vegna er ekki úr vegi að reyna að komast að því (svona eins og hægt er).

Í tilefni þessara ræðu vil ég benda á eftirfarandi skemmtilegu tengla:
Ég fann því miður ekkert á íslensku um hrúðurkarla.

Ég vil enda þennan pistil með nokkrum skemmtilegum staðreyndum um hrúðurkarla:
  • Hrúðurkarlar eru krabbadýr sem snúa öfugt (ímyndaðu þér rækju í glasi sem liggur með fæturna uppí loft).
  • Þeir nota ummyndaða fætur til þess að sía lífrænar fæðuagnir úr sjónum.
  • Sjálfur Charles Darwin eyddi miklum tíma í að rannsaka hrúðurkarla.
  • Rúmlega 1200 tegundir hrúðurkarla eru þekktar í dag.
  • Hrúðurkarlar hafa lengsta typpi sem finnst í dýraríkinu!! (ef miðað er við líkamslengd). - Þeir eru sexy beasts!
síðar skulu koma frekari og nánari upplýsingar um hrúðurkarla.

Takk fyrir að sinni.

Hr0nn

6. júl. 2007

Hefði getað verið hryðjuverkamaður :)

Ég viðurkenni fúslega að það voru lélegar myndirnar síðan síðanst, enda teknar á símann minn. Hér eru nokkrar sem ég tók á myndavélina sem pabbi lagaði fyrir mig :)


Þetta er gatan sem ég bý í. Húsið mitt er næst-efst í götunni.

Útsýnið frá glugganum mínum er mjög flott :)

Fíni arininn sem er því miður óvirkur. Við hlið arinins standa Wellysin mín, og fatahengið mitt ásamt ýmsu skemmtilegu drasli.

Ég ætla að hafa þennan póst stuttann að sinni en að lokum vil ég vekja athygli á því að flugvallargæslan er ekki jafn öflug og maður heldur. Á leið minni hingað ferðaðist ég í gegn um þrjá flugvelli, og tveir þeirra (stansted og gatwick) tóku flugvallargæslunni mjög alvarlega.
Ég hafði farið í úlpuna mína, sem ég notaði síðast í veiði, í gegnum flugvellina og var hún alltaf gegnumlýst. Samt sem áður sá enginn hinna ágætu flugvallastarfsmanna risastóru veiðinaglaklippurnar, og stóra svissneska vasahnífinn sem ég var með á mér allann tíman.

Soldið skondið :)

Seeja when I seeja.

1. júl. 2007

My new home away from home

Síðustu daga áttaði ég mig á því að internetið er megauppfinning! Ég hef nefnilega ekki getað komist í tæri við neitt internet þar til nú (ég var að flytja inn í langtíma-húsnæði). Hef síðustu daga gist í svokölluðum student-recidence halls og ég get ekki sagt að það hafi verið "a place to call home". Búið er að slökkva á ofnum yfir sumartíman, nema hvað það er ekkert hlýtt úti. Það er þá einhver skrítin eðlisfræði í gangi því það var yfirleitt mun kaldara inni heldur en úti. Yfirleitt gekk illa að festa svefn vegna þessa... komið með frosið hor í nebba og alles. Svo eru það silfurskotturnar... eða Megaskotturnar eins og ég vil kalla þær. Risakvikindi... og risakólonía þar að auki. Svakalega er líka hljóðbært. Ég hlustaði á persónuleg samtöl milli vina. Og heyrði allt sem ekki heyra átti. Svo fór brunaviðvörunarkerfið tvisvar í gang fyrir miskilning... og ég get svo svarið það að ég heyri verr í dag... svo mörg desibil var hljóðið. Ég heyrði meira að segja íl í hálfann daginn á eftir... svona einsog eftir góða rokktónleika.

Nóg af kvarti um gamla staðinn!
Snúum okkur að þeim nýja. Þar er ég í krúttilegu herbergi, með krúttilegann arinn og snilldar útsýni. Smelli inn mynd af arininum og útsýninu sem ég tók á nýja símann minn. Þetta er nú ruslmyndavél á símanum og því set ég inn almennilegri myndir síðar.
Svo er internet líka :) :) Wúhú!! Reyndar vill þráðlausa ekki virka hjá mér og því fékk ég tímabundið lánaðann kapal á meðan ég finn út úr því. Ef einhver vill koma með ráð (það kemur endalaust acquiring network address) við því þá er það guðvelkomið.
Útsýnið... er flottara en það virðist á myndinni :)

Annars fór ég og hitti vinnu-krúið á föstudaginn og fór á týpiskann enskann pub með þeim eftir vinnu. Þar hitti ég gaur sem hafði djammað á íslandi með Þórólfi borgarstjóra. Mjög fyndinn og breskur gaur - skökku tennurnar allveg í stíl við lúkkið :)
Og svo líst mér bara mjög vel á fólkið sem ég á eftir að vinna með. Fer í felt á morgun, mánudag :) og búin að kaupa Welly's.

Að lokum:
Breskt símanúmer: 07972239213 - sleppa núllinu ef hring er frá íslandi.

Heimilisfang þar til í enda ágústs:
20 Bedford Park
North Hill
Plymouth
PL4 8HN
Devon
UK

Heyrumst.