28. ágú. 2007

Nýtt heimili

Núna er Yanni kominn. Og er það einkar ánægjulegt. Ætlaði nú bara að hafa þetta stutt og laggott að sinni en segi frá ævintýrum okkar Yanna betur síðar. Ég er komin með nýtt heimilisfang og er það:

11 Kingsley Road
Mutley
Plymouth PL4 6QW
Devon
England

Þetta verður heimilisfangið mitt næsta árið og er það afar þægilegt að þurfa ekki að huga að íbúðaleit að neinu viti þangað til á næsta ári.

Kærar kveðjur frá Englalandi.

Hrönn og Yann

18. ágú. 2007

Á internet-cafe


Ég fór í grímubúningaparty um daginn... Í víkingabúning (mamma, þeir áttu ekki víkingahjálma með engum hornum en ég hafði sérstaklega fyrir því að nefna við örfáa partý-gesti að víkingahjálmar væru ekki með horn í raun og veru). Það var auðvitað ansi gaman og er ég sammála partýhaldaranum (Nova) um að það eru aldrei nógu mörg tækifæri til að dressa sig upp eins og vitleysingur. Auðvitað var þetta svakalega skemmtilegt party og það toppaði allt að kærasti Novu er kokkur og bjó til þvílíkar kræsingar... Ætli ég hafi ekki helst minnt á Dr. Zoidberg (Futurama) við matarborðið. Hefði verið fullkomið að klæðast Dr.Zoidberg- búning. Set inn fleiri myndir á myndasíðuna mína við tækifæri.
Ég flyt 29. Ágúst í hið nýja húsnæði (get ekki beðið). Ég er komin með afskaplega mikið leið á landlordinum mínum. Hann er alltaf á staðnum og í morgun labbaði hann næstum inná mig í sturtu (það er ekki lás á sturtuhurðinni...bara skilti sem stendur vaicant / in use). Ég sá hurðina bara opnast og rétt náði að hrópa HEI HEI HEI! Hann vill ekki hafa lás á hurðinni ef það skyldi verða eldsvoði... come on.. take your chances.

Myndirnar hér að neðan eru úr felti sem ég fór í í vikunni. (í í hehehe)
Æðislega fallegur staður á Norður-Cornwall skaga. Líffræðilega ömurleg klettafjara þar sem lítið var að vinna en fullkomlega þess virði fyrir mig (túristan) að skoða svæðið. Umhverfið þarna í kring er talið vera sá staður sem Kastali Arthurs Konung hafi verið og eru kastalarústir allt í kring. Ætli maður fari ekki með mömmu þangað þegar hún kemur í heimsókn :)

Greinilegt að það er ekki hættulaust að vinna sem líffræðingur í Bretlandi. Þetta skilti var á leiðini niður í víkina sem sýnd er að ofan.
Ég að rannsaka hið flókna og margbreytilega umhverfi fjörunnar. Bak við mig sést ekki í brimbrettafólk... en það er þarna samt.
Jæjja Yann. Eru þetta hláturmáfar. Ég held það af því það eru þvílíku lætin í máfunum hérna að stundum er varla hægt að ræða saman. Minna mig soldið á froskana á regntímabilinu í Tælandi. Náttúruleg hávaðameingun :).

Bið að heilsa í bili.

P.s. Ég hef ekkert á móti máfum eða froskum... bara silfurskottum og slíku.

9. ágú. 2007

Krikket








Það sem ég geri nú er að skrifa blogg heima í minni tölvu og færa það svo yfir á tölvuna í vinnunni (nettengd) og smella því á bloggið mitt. Gott og blessað er það.

Það sem hefur verið ofarlega á dagskránni síðustu daga er krikket! Þetta er ein af mörgum íþróttum sem ekki hefur náð fótfestu á frónni og því kunni undirritaður ekki boffs né bollu. Undirritaður vissi ekki einu sinni hvort ad krikketvöllur væri ferhyrndur eða kringlóttur (hann er í raun sívalur (held ég það kallist)). Ekki eru þó allir krikketspilarar sem kunna allar reglurnar þar sem reglubókin er víst þykkari en

biblían (týpiskir upper-class bretar). Í dag er ég orðin ein helsta krikketstjarna MBA. Nei, ég lýg. En þó ég sé ekki stjarna þá hef ég fengið það hlutverk að hlaupa í skarðið þegar vantar liðsmann og hef ég staðið mig með prýði vil ég halda. Í tilefni þessa þá vil ég smella inn örfáum myndum.



Þeir sem hafa lesið fyrri pistla ættu að minnast gámaskipsins Napoli sem strandaði í janúar síðast liðinn ekki langt frá Plymouth. Það gekk á endanum að sprengja skipið í tvo hluta og fóru ég og Pippa á staðin til að gera frekari könnun á lífríkinu í kjölfar aukinnar olíumengunar. Sem betur fer virðist þetta slys ekki hafa haft eins mikil áhrif og menn gerðu ráð fyrir (ennþá allavega). Hér eru myndir frá slysstað:


Annars er ég að fara í fancy-dress partý hjá Novu sem er stelpan sem stendur við hliðina á mér á myndinni af krikketliðinu. Hún átti 33 ára afmæli um daginn. Fínu fötin eru í raun grímubúningur og er þemað hetjur! Ég ákvað af minni einskæru þjóðrækni að vera Hallgerður Langbrók. Bæði langaði mig í víkingabúning, og svo á ég eftir að hafa gaman að því að láta Bretana endurtaka nafn hetjunnar minnar. Trúið mér það eru nógu mikil vandkvæði sem fylgja orðinu Hrönn! Verið er að gera tilraun með Ronny.

Í lokin vil ég segja stutta sögu af týpiskri enskri kurteisi sem getur verið furðuleg. Ég var að tala í símann við símafyrirtækið mitt hér (Orange) og var það stelpa með sterkann

útlenskan hreim sem ég talaði við. Eftir langt og erfitt samtal þar sem við vorum hvorugar að skilja hvora aðra þá endar hún með setningunni: Thank you very much for calling us at the Orange-service and I want to thank you for your understanding and support. Hvaða understanding og hvaða support??
Ég skildi ekki upp né niður í grey stúlkunni…

Gott í bili!
Nýbúi bretlands