6. júl. 2007

Hefði getað verið hryðjuverkamaður :)

Ég viðurkenni fúslega að það voru lélegar myndirnar síðan síðanst, enda teknar á símann minn. Hér eru nokkrar sem ég tók á myndavélina sem pabbi lagaði fyrir mig :)


Þetta er gatan sem ég bý í. Húsið mitt er næst-efst í götunni.

Útsýnið frá glugganum mínum er mjög flott :)

Fíni arininn sem er því miður óvirkur. Við hlið arinins standa Wellysin mín, og fatahengið mitt ásamt ýmsu skemmtilegu drasli.

Ég ætla að hafa þennan póst stuttann að sinni en að lokum vil ég vekja athygli á því að flugvallargæslan er ekki jafn öflug og maður heldur. Á leið minni hingað ferðaðist ég í gegn um þrjá flugvelli, og tveir þeirra (stansted og gatwick) tóku flugvallargæslunni mjög alvarlega.
Ég hafði farið í úlpuna mína, sem ég notaði síðast í veiði, í gegnum flugvellina og var hún alltaf gegnumlýst. Samt sem áður sá enginn hinna ágætu flugvallastarfsmanna risastóru veiðinaglaklippurnar, og stóra svissneska vasahnífinn sem ég var með á mér allann tíman.

Soldið skondið :)

Seeja when I seeja.

2 Ummæli:

Þann 5:28 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Sæl Hrönn, komin úr sveitinni og á netið :)
Nú get ég fylgst með þér þarna úti.
kveðja, amma

 
Þann 11:49 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Er hægt að fá meiri myndir meira blogg myndir úr vinnunni þinni osfrv?

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim