19. jún. 2007

Góðan Daginn

Góðan daginn góðir hálsar. Hér með er ég komin með nýtt blogg í tilefni útflutnings á hugviti mínu. Fyrir þá sem ekki vita er ég orðinn líffræðingur, og er á leið í meistaranám í Bretlandinu. Nýji skólinn minn er staðsettur í Plymouth (s-englandi) og er 250.000 manna hafnarborg.
Auðvitað er ég á leið í sjávarlíffræði og er Háskólinn í Plymouth mjög framarlega í ýmsum greinum tengdum faginu.
Leið mín liggur út 26. Júní 2007.
Ástæðan fyrir því felst í sumarvinnu sem ég fékk við Háskólann :)
- meira um það síðar.

Þar sem ég er nýkomin frá Tælandi með mínum ástkæru líffræðingum er ekki úr vegi að birta eina mynd þaðan frá.


P.s. Bloggið fékk hið nýja nafn "hafsjor" þar sem það er auðveldara heldur en "bplaa" og bendir einnig til þess að á þessari síðu sé að finna hafsjó af fróðleik og upplýsingum.