4. nóv. 2007

Halloween


Hrekkjavaka var á miðvikudaginn síðastliðinn. Helgina áður var "fancy-dress" partý og ekki var það leiðinlegt. Vegna óhugmyndaflugs og peningaleysis ákvað ég að vera púki (Ofurtrúaða, fyrrverandi húsfélaga ekki til mikillar skemmtunar). Sá búningur kostaði mig reynar bara 3 pund og geri aðrir betur!
Tók fólk upp á því að renna sér niður stigann á maganum og má sjá eina góða mynd af herramanni gera slíkt á myndasíðunni minni (party people mappan). Í afmælispartý Novu sem var fyrir nokkru síðan þá gerði fólk hið sama og veit ég að margir vöknuðu sárir, sérstaklega stelpurnar. Í bæði skiptin tók ég þá ákvörðun að ég skyldi ekki renna mér niður stigan, og í bæði skiptin vaknaði ég fegin morguninn eftir.

Hélduð þið að það væri byrjað að auglýsa jólin, og setja upp skrautið snemma á Íslandi? Ekki miðað við Bretland. Jólaskrautið var komið upp í lok september í mörgum búðum.. LOK SEPTEMBER, og núna eru endalausar auglýsingar í sjónvarpinu með jólalögum og tilboðum. Það þarf einhver að slá þessa neyslumenningu utanundir og leiðrétta þessa vitleysu. Jólin byrja ekki fyrr en í byrjun Desember!

Annars tjáði mamma mér nýlega að það væru aðeins 6 vikur þangað til ég kæmi heim. Það er ánægjuleg en jafnframt hrikaleg staðreynd í ljósi þess hve margir "deadlines" eru á planinu mínu. Svo margt að gerast, svo lítill tími. En það er ekki hægt að neita því að það verður sjúklega gaman að hitta fjölskyldu og vini. Sérstaklega þegar farið verður til Kenýa mmmmm. Ég hlakka til!

Að lokum: Ég er flutt úr leiðinlegra húsi (7 manna), í betra hús (3 manna). Bý með tveim læknanemum á fjórða ári núna, einum fertugum og einni 21 árs stúlku. Þau eru miklu skárri en sumt liðið í hinu húsinu en herbergið mitt er reyndar miklu minna. Samt góð skipti!
Ekki erfiðustu fluttningar í sögunni þar sem ég var að flytja frá götunúmeri 11 til 17.

Well bye for now my luv