1. júl. 2007

My new home away from home

Síðustu daga áttaði ég mig á því að internetið er megauppfinning! Ég hef nefnilega ekki getað komist í tæri við neitt internet þar til nú (ég var að flytja inn í langtíma-húsnæði). Hef síðustu daga gist í svokölluðum student-recidence halls og ég get ekki sagt að það hafi verið "a place to call home". Búið er að slökkva á ofnum yfir sumartíman, nema hvað það er ekkert hlýtt úti. Það er þá einhver skrítin eðlisfræði í gangi því það var yfirleitt mun kaldara inni heldur en úti. Yfirleitt gekk illa að festa svefn vegna þessa... komið með frosið hor í nebba og alles. Svo eru það silfurskotturnar... eða Megaskotturnar eins og ég vil kalla þær. Risakvikindi... og risakólonía þar að auki. Svakalega er líka hljóðbært. Ég hlustaði á persónuleg samtöl milli vina. Og heyrði allt sem ekki heyra átti. Svo fór brunaviðvörunarkerfið tvisvar í gang fyrir miskilning... og ég get svo svarið það að ég heyri verr í dag... svo mörg desibil var hljóðið. Ég heyrði meira að segja íl í hálfann daginn á eftir... svona einsog eftir góða rokktónleika.

Nóg af kvarti um gamla staðinn!
Snúum okkur að þeim nýja. Þar er ég í krúttilegu herbergi, með krúttilegann arinn og snilldar útsýni. Smelli inn mynd af arininum og útsýninu sem ég tók á nýja símann minn. Þetta er nú ruslmyndavél á símanum og því set ég inn almennilegri myndir síðar.
Svo er internet líka :) :) Wúhú!! Reyndar vill þráðlausa ekki virka hjá mér og því fékk ég tímabundið lánaðann kapal á meðan ég finn út úr því. Ef einhver vill koma með ráð (það kemur endalaust acquiring network address) við því þá er það guðvelkomið.
Útsýnið... er flottara en það virðist á myndinni :)

Annars fór ég og hitti vinnu-krúið á föstudaginn og fór á týpiskann enskann pub með þeim eftir vinnu. Þar hitti ég gaur sem hafði djammað á íslandi með Þórólfi borgarstjóra. Mjög fyndinn og breskur gaur - skökku tennurnar allveg í stíl við lúkkið :)
Og svo líst mér bara mjög vel á fólkið sem ég á eftir að vinna með. Fer í felt á morgun, mánudag :) og búin að kaupa Welly's.

Að lokum:
Breskt símanúmer: 07972239213 - sleppa núllinu ef hring er frá íslandi.

Heimilisfang þar til í enda ágústs:
20 Bedford Park
North Hill
Plymouth
PL4 8HN
Devon
UK

Heyrumst.

11 Ummæli:

Þann 11:07 f.h. , Blogger sindri sagði...

Lítur vel út! Þú verður svo að koma með feltsögu ...

 
Þann 3:30 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

gamla á mar svo alltaf að kommenta báðu megin?

 
Þann 5:15 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

og hey!nenniru að senda mér rnr sem allra fyrst svo ég geti lagt inn á þig svo ég sé búin að því svo það gleymist ekki svo öllum líði vel :)

 
Þann 8:27 e.h. , Blogger Unknown sagði...

Hóme plús. heibb, gott að heyra að þú ert komin með einhvern almennilegan samastað, annars dettur mér ekkert sniðugt í hug til að segja þannig að bless í bili

 
Þann 9:23 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Eru þessi stígvél nokkuð með loftgötum?

 
Þann 9:53 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

ég hélt að þú hefðir sett myndirnar af útsýninu og arninum í svart hvítt en ég sé þegar ég fer að skoða þær betur að þær eru í lit. Er allt svona grátt þarna í henni Plæmáþþþþ?

 
Þann 9:54 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

ég hélt að þú hefðir sett myndirnar af útsýninu og arninum í svart hvítt en ég sé þegar ég fer að skoða þær betur að þær eru í lit. Er allt svona grátt þarna í henni Plæmáþþþþ?

 
Þann 9:06 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hi fraenka eg sé að þú ert komin i mjög enskt umhverfi.
Hafðu það sem best gullið
Laufey frænka

 
Þann 8:51 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hey brit! bið að heilsa ötterlí marvellöss og bollokks bretamönnunum... hafðu það gott, heyri í þér skvís :)

 
Þann 8:18 f.h. , Blogger Hrönn sagði...

Hae ho allir,
vildi bara nefna that ad thessi addressa er pinu vitlaus Thad a ad vera N i endann a postfanginu, ekki E.

PL4 8HN

 
Þann 12:23 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Breyttu addressunni þá í póstinum sjálfum. Ekki víst að allir lesi allar athugasemdir :)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim