10. sep. 2005

VIVA LA FRANCE

Þá er maður loks komin á klakan, eins æðislegt og það er. Skólinn var auðvitað löngu byrjaður og námið í klessu (námskeið skarast og verðað fara skrá mig úr og í ný námskeið- Woohoo). Ég ættla ekki einu sinni að reyna að útskýra allt ruglið sem mætti mér við heimkomu mína.
Fyrir þá sem ekki vita var ég í France í þrjár vikur. Fyrstu vikuna hitti ég Claire og Anniku (vinkonur frá Thai) og við gerðum ýmislegt saman. Fórum hassað barbí-kjú, Skoðuðum Paris, Vínsmökkun, Fjallgöngu og fleira og fleira. Þetta var ekki leiðinleg vika, neineiseisei!

Þá lág leið mín til suðurhluta frakklands þar sem ég hitti frakkann minn, Yannkowitc. Þar vorum við á hans heimaslóðum í Cannes og höfðum það bara hreint út sagt allveg gott í 27 stiga hita og sól. Ákváðum að fara til Corsiku og fórum að kafa þar. Mjög ánægjulegt hvað enginn talar ensku þarna.. stundum líður manni eins og mállausum littlum kjúlla í klósettskál.
Oftar en ekki virkar þó að segja: "Yann, spurðu hvað þetta kostar?" eða "Yann, spurðu hvort þetta er til í svörtu.".... Hahaha. gott að hafa einka málpípu.

Anyway þá vorum við að kafa og ég náði mér í Nitrox réttindi (sem er lofttegund með meira súrefni en venj.) Og Yann fékk formlega Open water réttindi. Þannig að við erum vel sett fyrir Íslenskann sjó. Í köfuninni var nú ekki jafn mikið dýralíf og í Thailandi en við skoðuðum flugvél á 30 metra dýpi. B-17 vél sem hafði farist 1944.


B-17 vélin

Hérna eru svo örfáar myndir frá ferðalagi okkar Yanns (vantar góðu myndirnar :) en allt kemur með tíma og tíð.



Yann, Hrönn og salt

Þett er Ya(hrö)nn

Stóra tjaldið í corsiku

"camarg-bulls"

"Ætli Yann sé afbrýðusamur?..."

Annars bið ég bara að heilsa í bili,
Overandout,
hrönn