22. okt. 2007

Barsmíðar og felt

Jahérna. I got a Plym-Beating! Í dag hef ég gengið um götur Plymouth og fengið "Someone has been in a fight" lúkkið. Reyndar þá fékk ég ekki glóðarauga vegna neinna slagsmála... eða ekki beint. Ég hef verið með ofurkvef síðustu vikur sem mjög nýlega lét sig hverfa (að mestu leiti) og hef því ekkert getað mætt á octopush æfingar. Fyrsta æfingin mín var því í gær. Einsog glöggir blogglesendur muna kannski eftir þá skrifaði ég pistil um octopush fyrir nokkru síðan. Þetta er semsagt "underwater hokkey" með blýpökk og smáar handkylfur. Ég var semsagt á fullu underwater og að reyna að "tækla" mótleikara minn en honum tókst þá að þrusa pökknum í andlitið á mér. Sem betur fer hitti hann grímuna þannig að hún þrusaðist í kinnbeinið mitt... Auðvitað fékk hann frávísun :). Ég segi auðvitað af því að það er stórhættulegt að fá pökkinn beint í andlitið... fólk hefur þurft að láta sauma.
Liðforinginn, stelpa sem hefur stundað þetta í mörg ár sagði mér að annað eins hefði ekki komið fyrir hana í fjögur ár (nema einu sinni sem leiddi til spítalaferðar)... og er ég því hér með "heppnasta" manneskjan í Octopushliðinu.

Annars fór ég í bátaferð um daginn, svona lærifelt. Ekki vorum við lítið heppin meðu veður. Fórum í tveim hollum í á bátinn og var einstaklega skemmtilegt að komast útá sjó og láta rugga sér. Mættum eldsnemma um morguninn og náði ég því einhverjum myndum af sólarupprásinni. Svo veiddum við alskonar rusl sem ekki væri líklegt að fá í net á Íslandi. T.d. Spidercrab (sjá mynd) sem n.b. kleip mig til blóðs, andartaki eftir að þessi mynd er tekin (teygði sig undir og kleip í puttann minn). Svo fengum við ýmislegt annað, t.d. cuttlefish, urrara, skrítna svampa, fullt af kröbbum (sem ég held að sé bogkrabbi, ekki viss), og fleira. Einsog venjulega er að finna fleiri myndir á myndasíðunni minni.

4 Ummæli:

Þann 11:18 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

obbobbobb... náðu chavs-arnir þér? kv úr kóp SS

 
Þann 7:12 e.h. , Blogger Kris sagði...

Hæ Hrönn mín,
Flottar myndir frá þér og vel skrifað Blogg. Bara smá nöldur frá gömlum kalli, í guðanna bænum leiðréttu dagatalið í tölvunni þinni svo það sé dd/mm/yyyy.
Annars allt cool, það var gaman að sjá að Anna mamma er enn að leiðrétta dóttirina.
Bless

 
Þann 8:31 e.h. , Blogger Hrönn sagði...

En gaman að heyra í ættingjum :)

Já, lagaði dagatalið, smá stillingar í bloggforritinu. Hafði nú aldrei tekið eftir þessu með tímann.

Annars ætla ég núna að halda áfram að reyna að hrekja músina úr herberginu mínu. Greyið litla, sækir inn á haustin. Svo framarlega sem hún deyr ekki undir rúminu mínu og byrjar að rotna, þá truflar hún mig ekki mikið

 
Þann 10:30 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hey skvís. var Addi búinn að ná í þig? var ekki viss hvort ég væri með rétt númer hjá þér en hann vantaði eitthvað að ræða við þig. Bið að heilsa hrúðurköllunum og kröbbunum og öllum hinum sjávarskrímslunum sem þú ert díla við á hverjum degi.
kv.
Sigrún

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim