22. júl. 2007

Felt Felt Felt

Það sem hefur einkennt síðastliðna viku er felt. Fyrir þá sem ekki vita þá er felt = fieldwork, Þ.e.a.s. þegar gagnasöfnun úti á sér stað. Og hefur þetta felt verið einstaklega skemmtilegt þar sem ég fékk að ferðast um strendur S-Englands.
Hér eru nokkrar myndir.
Skipið á myndinni heitir Napoli og var siglt í strand í Janúar 2007, þar sem talin var hætta á að það myndi brotna í sundur vegna skemmda sem urðu í stormi. Þetta er gámaskip og gætu sumir munað eftir mótorhljólum, eldavélum og alskonar drasli sem rak á land- og fólk flykktist að til að hirða. Olía lak úr því og þá og var gerð könnun á lífríki fjarana í kring í kjölfarið. Um daginn var ákveðið að sökkva ferlíkinu (að mestu) og sjást á myndinni tveir bátar vera að reyna að draga skipið í sundur. Reynt var að bomba það í sundur og tókst það daginn eftir að ég hafði farið á staðinn. Ástæðan fyrir að ég fór var sú að MBA vildi gera frekari könnun á lífríki strandarinnar í kjölfar meiri olíuleka á svæðinu.
Svo fór ég á aðra staði í könnunarleiðangur og eru fyrstu tvær myndirnar frá slíkum stöðum.
Fleiri myndir úr feltinu og frá Plymouth borg eru á myndasíðunni minni - það er tengill hér til hægri.

Hvað er að frétta?
- Yann er að koma í heimsókn í lok Ágúst og er planið að fara að skoða þorpið sem Dr. Martin þættirnir voru teknir upp. Sá bær er aðeins 50 km í burtu. (Mamma og Pabbi eru örugglega svaka abbó núna).
- Ég er á fullu að leita að langtímahúsnæði og ætla að skoða mjög veglegann kost á morgunn.
- Ég fór niðrí bæ um helgina á tónleika með hljómsveit sem ein stelpa í vinnunni spilar í og var það svaka stuð (funk-reggae band). Kynntist í leiðinni næturlífi Plymouth og virðist það vera í fínasta lagi.
- Ég er að hlusta á Volta plötuna hennar Bjarkar og verð að sega að sum lögin á plötunni eru snilld, önnur eru erfiðari í fyrstu hlustun en verða pottþétt frábær eftir frekari hlustun. Svo vil ég benda á Geðveikt lag sem er í uppáhaldi hjá mér núna og það er Mouths cradle af medúlla plötunni- tók aldrei sérstaklega eftir þessu lagi en allt í einu varð það sjúklega töff!

Þangað til næst... yfir og út

9 Ummæli:

Þann 12:04 f.h. , Blogger Gaui sagði...

Hva, ekki rigning, hvað kemur til, eitthvað búið að eiga við þessar myndir?
Gangi þér vel í feltinu!

 
Þann 9:20 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Flottar myndir hjá þér...virkilega fallegt þarna!
Halda svo áfram að taka myndir:)
Gangi þér vel!

 
Þann 10:37 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Bið að heilsa Martin ;)

 
Þann 4:45 e.h. , Blogger Hrönn sagði...

Thanx alot kids. og ég skal skila því til Martins :)

 
Þann 11:34 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

taka 3 að reyna að setja inn comment hjá þér:-) Var að sjá bloggið þitt, mjög gaman að fylgjast með því sem er að gerast hjá þér, á eftir að sakna hangikétsins!
Kv Lilja DÖGG skinka

 
Þann 9:05 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

ciao bella.. hvenær ertu á skype? leo vill aðeins heyra í þér ;)

 
Þann 3:56 e.h. , Blogger Yann sagði...

Bara rétt að senda sólarkveðju suður til þín, skilst að það sé rakt hjá þér þessa dagana...

 
Þann 9:32 e.h. , Blogger Hrönn sagði...

Ég er yfirleitt við á kvöldin (8-10) á Skype :). Reyndar ekki í gær... þar sem í gær var miðvikudagsfyllerí :D
- Life Irish music!

Stefni ekki á frekari virkudagsfyllerí næstu daga.

 
Þann 8:30 f.h. , Blogger Hrönn sagði...

Er ekki med neitt internet heima thar til 28 agust (flyt tha). thess vegna verdur eitthvad litid um blogg, en eg aetla ad reyna ad blogga eitthvad samt :)

Frettir>
Keppti i krikket i fyrradag med finum arangri.
Komin med langtimahusnaedi sem er mjog finnt.
Komin med kort i raektina sem er mjog jakvaett lika... fyrir bossalius og mallakut.
Thad er sol uti :)
Nog ad gera... svo er planid ad byrja ad surfa thegar taekifaeri gefst.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim