10. feb. 2008

Kenya Masai kijiji

Eftir að hafa sofið á tjaldstæði rétt hjá þessu Masai (nafn ættbálksins) þorpi (kijiji er þorp á Swahili) þá fengum við að fara í heimsókn. Höfðum komist að því að það er fátt ókeypis í Kenya... og það að fá að taka myndir af Masai fólki, og að fá að heimsækja þorpið þeirra kostaði okkur örfáa aura en var allveg þess virði auðvitað. Það er ekki erfitt að meta hvort maður vill frekar eyða peningnum í ... hamborgara með frönskum á íslandi eða heimsókn í Masai þorp í Kenya.

Fólkið dansaði fyrir okkur sína þjóðdansa. Fyrst voru það karlmennirnir sem sýndu karlmennsku sýna með endalausu hoppi og fengu Hilmar og Snorri að taka þátt í því. Síðan komu konurnar og sungu þær söng sem er venjulega sunginn þegar kona er að eiga barn og vorum ég og mamma auðvitað sjanghæjaðar í þann dans (litum auðvitað út einsog álfar útúr hól hliðiná þessum grönnu dömum). Satt að segja voru báðir söngvar æðislega flottir og vona því að Pabbi hafi náð því á teip.

Eftir þetta var farið inní húsin þeirra og sagði Daniele (mamma Yanns) okkur að við mættum ekki setjast niður. Ég og fleiri, tókum því auðvitað sem svo að það væri ókurteisi og sumir heyrðu ekki þessa ábendingu þannig að allir settust nema Yann og Pabbi held ég. Síðar fengum við að vita að þetta væri vegna pöddu sem finnst gjarna í rúmmum þessa fólks, og borar sig inn undir húð manns með leiðinlegum fylgikvillum. Úff... Sumir fengu ímyndaðann? kláða í viku á eftir :)
Eftir þetta tók við markaðurinn þeirra sem var einkar ruglingslegur og var maður ekki allveg komin í prúttgírinn eftir aðeins einn dag í Kenya... en keypti ég þó nokkur armbönd.

Meira síðar.

4 Ummæli:

Þann 11:57 e.h. , Blogger Hrönn sagði...

Bendi á myndir á síðu Pabba og Mömmu:
http://picasaweb.google.com/eganmega
og svo koma fleiri myndir í mína síðu smátt og smátt.

 
Þann 3:49 e.h. , Blogger sindri sagði...

Gaman að sjá myndirnar og heyra aðeins um ferðina ... maður bíður bara eftir frekari sögum. Varð alveg heillaður af myndunum af hinni útflöttu rauð hráka cobru :D

 
Þann 9:45 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Vááááá hvað þetta eru flottar myndir! Hlýtur að hafa verið rosalega skemmtilegt hjá ykkur. Kveðja úr kuldanum í HÍ, SS

 
Þann 10:52 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Veit að það er brjálað að gera hjá þér elskan en... fara ekki að koma fleiri myndir frá Kenýa???
Hvað með myndirnar úr snorklinu?

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim