29. feb. 2008

Snorkling in Kenya


Snorklið var stór punktur í ferðinni. Dagurinn byrjaði ekki nógu vel, því á leiðinni í langferðarbílnum þá fór bílstjórinn of hratt yfir bungu á veginum, með þeim afleiðingum að Yann skallaði loftljósið í bílnum. Hann meiddi sig greinilega og hélt yfir hausinn á sér og svo byrjaði blóð að leka undan hárinu. Þegar allir voru komnir út og sárið skoðað nánar þá fór Yann að líða nokkuð illa svo hann settist niður á meðan rætt var hvort að sjúkrahús væri málið eða ekki. Alltí einu fór Yann að leka niður tröppurnar á bílnum og hristist. Það hræddi mann soldið að hann var með galopin augu og orðinn snjóhvítur í framan. Vitaskuld fór alltí alltí brjál og band og Yanna druslað inní bílinn og allir inn. Hann vaknaði í bílnum, soldið vankaður þó í lagi. Saumuð voru 4 spor í hausinn á kauða og eftir það var brunað til bátsins sem skipulagt var að tæki okkur í snorklið.

Þar sem fáir túristar voru á ferli tóku bátsmenn þá ákvörðun að leyfa okkur að synda með höfrungunum. Greyið Yann þurfti að sitja eftir í bátnum (en honum bauðst reyndar að koma aftur seinna en þáði það nú ekki á endanum). Náði aðeins þrem höfrungamyndum þar sem ég gerði þau mistök að lána einum gædinum vélina því hann ætlaði sko að ná svaka myndum... hann hefur eitthvað afstillt myndavélina því það kom ekki ein úr því. Hér er svo hluti snorklmyndum og setti ég meira á myndasvæði mitt.










Meira síðar (betra að þetta komi hægt en aldrei) :)

3 Ummæli:

Þann 5:13 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ Hrönnsla og Yann. Vona að hausinn sé kominn í lag hjá bóndanum. Er ekki gaman að skoða myndirnar í bútum
Kær kveðja Laufey og Siggi

 
Þann 1:13 e.h. , Blogger Hrönn sagði...

Leiðrétting: Þetta voru 5 spor sem saumuð voru í hausinn á Yanna, Ekki fjögur. Undirritaður biðst velvelvirðingar á þessari misfærslu. :)

 
Þann 10:37 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Vá hvað þetta hefur verið geggjað. Kenya er komið ansi hátt á "staðir sem mig langar að fara til" listann

kv. Sigrún

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim