22. okt. 2007

Barsmíðar og felt

Jahérna. I got a Plym-Beating! Í dag hef ég gengið um götur Plymouth og fengið "Someone has been in a fight" lúkkið. Reyndar þá fékk ég ekki glóðarauga vegna neinna slagsmála... eða ekki beint. Ég hef verið með ofurkvef síðustu vikur sem mjög nýlega lét sig hverfa (að mestu leiti) og hef því ekkert getað mætt á octopush æfingar. Fyrsta æfingin mín var því í gær. Einsog glöggir blogglesendur muna kannski eftir þá skrifaði ég pistil um octopush fyrir nokkru síðan. Þetta er semsagt "underwater hokkey" með blýpökk og smáar handkylfur. Ég var semsagt á fullu underwater og að reyna að "tækla" mótleikara minn en honum tókst þá að þrusa pökknum í andlitið á mér. Sem betur fer hitti hann grímuna þannig að hún þrusaðist í kinnbeinið mitt... Auðvitað fékk hann frávísun :). Ég segi auðvitað af því að það er stórhættulegt að fá pökkinn beint í andlitið... fólk hefur þurft að láta sauma.
Liðforinginn, stelpa sem hefur stundað þetta í mörg ár sagði mér að annað eins hefði ekki komið fyrir hana í fjögur ár (nema einu sinni sem leiddi til spítalaferðar)... og er ég því hér með "heppnasta" manneskjan í Octopushliðinu.

Annars fór ég í bátaferð um daginn, svona lærifelt. Ekki vorum við lítið heppin meðu veður. Fórum í tveim hollum í á bátinn og var einstaklega skemmtilegt að komast útá sjó og láta rugga sér. Mættum eldsnemma um morguninn og náði ég því einhverjum myndum af sólarupprásinni. Svo veiddum við alskonar rusl sem ekki væri líklegt að fá í net á Íslandi. T.d. Spidercrab (sjá mynd) sem n.b. kleip mig til blóðs, andartaki eftir að þessi mynd er tekin (teygði sig undir og kleip í puttann minn). Svo fengum við ýmislegt annað, t.d. cuttlefish, urrara, skrítna svampa, fullt af kröbbum (sem ég held að sé bogkrabbi, ekki viss), og fleira. Einsog venjulega er að finna fleiri myndir á myndasíðunni minni.

10. okt. 2007

Fancy a Plym-beating?

Mér var sagt að Plymouth væri frekar örugg borg þegar ég flutti hingað. Enskar borgir virðast hins vegar vera allt annað en öruggar. Það er allveg merkilega mikið af "gengjum" útum allt. Allt frá því að vera unglingar sem hafa (vegna þess hve erfitt er að fá vinnu) ekkert annað að gera en að hanga allann daginn og vera í gengi (sérstaklega þegar frí er í skólanum). "The Youth" er neikvætt hugtak og má reglulega heyra í útvarpinu fréttir þar sem setningin "the youth of England" kemur við sögu.

Ég flutti í nýtt húsnæði fyrir ekki svo löngu og í hverfi sem á að vera frekar öruggt. Ekki virðist svo vera þar sem við höfum fengið tvö bréf frá löggunni inn um bréfalúguna (á einum og hálfum mánuði) þar sem sagt er frá árás sem átti sér stað mjög nálægt og hvort einhver hafi orðið vitni að þessum atburði. If so, please contact Plymouth police.

Ekki nóg með það heldur býr Nova, vinnufélagi og kannski verðandi leiðbeinandi í götu rétt hjá minni. Kærastinn hennar er kokkur sem vinnur mjög mikið og eyðir stórum hluta peningana í bíla (þau keyptu scoopy doo camper van fyrir tveim vikum... ótrúlega flottur, en það er annað mál). Hann varð fyrir árás þegar hann var að fara inní bílinn sinn í götunni hennar Novu. Maður settist inn í aftursætið og byrjaði að kyrkja hann með belti. Voru þetta í raun sex menn og var hann barinn út á götu með hafnaboltakylfu og öðrum vopnum. Það litla sem hann man er að þeir hlógu á meðan hann var barinn og einhver þeirra sagði: "Hver sem á svona flottann bíl á skilið að vera barinn". Slagsmálin enduðu með því að hann var kyrktur þangað til hann missti meðvitund og man ekki meir.... á endanum náði hann að skríða að hurðinni hennar Novu og banka.

Svona random-árásir virðast vera frekar algengar. Nokkrar svipaðar árásir áttu sér stað í sömu viku og er haldið að sömu aðilar hafi verið á ferð. Maður getur rétt ýmyndað sér umfjöllunina sem ætti sér stað á Íslandi um svipaða árás en þetta er ekki eitthvað sem fær neina umfjöllun í Local-Plymouth blaðinu. (fólksfjöldi í Plymouth er mjög svipaður og á Íslandi).

Í kjölfar þessara sífeldur árásarfrétta þá hef ég ákveðið að ala ekki upp börnin mín (sem eru ekki til ennþá) í Plymouth. Og hananú. Og ég lofa að vera ekki ein á ferli eftir myrkur mamma mín:)

Annars fór ég í 6 tíma göngu á laugardaginn síðastliðinn og fylgja myndir frá því með þessu vafasama bloggi.

2. okt. 2007

Upp ánna Erme


Síðastliðinn laugardag bauð John Bishop sem sér um MRes kúrsinn mér og Catarinu (portúgalskri stelpu sem einnig er í MRes kúrsinum) með í bátaferð. Einnig fór með Chris sem vinnur sem tæknimaður uppí MBA, og auðvitað bátaeigandinn sjálfur, Dick, góðvinur Johns. Við þáðum þetta boð jafnvel með því skilyrði að við þyrftum að vakna 5 um morguninn. Ástæðan fyrir því var sú að rétt um kl 8 yrði háflóð og var planið að láta flóðið fleyta bátnum upp á (Erme). Þetta var eitt hæsta flóð ársins og því eitt af fáum tækifærum til að halda uppí þessa ferð. Eru haustlitirnir farnir að láta sjá sig og var það ekkert verra.



Eins og venjulega þá má finna fleiri myndir frá þessari ferð inná myndasíðunni minni. Ekki voru nema örfáar myndir sem heppnuðust almennilega þar sem mikið rökkur var fyrri hluta ferðarinnnar og því mikið af hreyfðum myndum.