5. ágú. 2005

Suldarmérkókogprins

Núna styttist í fríið mitt... YESSSS!

Ýmislegt hefur gengið á í vinnunni síðustu daga. Ekkert af því er af hinu góða. Mér var heitt og sveitt og ál sprakk framan í mig (ég var í öryggisgalla, engin meiðsli :)
Núna er kominn sá tími sem maður er orðinn þreyttur á vinnunni og vill aftur á skólabekkinn.
Fyrst ætla ég þó að skella mér til Þýskalands og Frakklands að hitta vini frá Thailandi og kafa og annað spennandi.
Þanngað til er bara vinna vinna vinna.

Annars hefur maður lítið djammað í sumar vegna óhagstæðra vinnutarna og sonna.
Fór þó á tónleika á föstudaginn síðasta með Jonathan Richman (sem er gaurinn sem söng alltaf á bakvið í myndinni Something About Mary). Þar sem allir voru út úr bænum nema ég og Yann þá buðu mamma og pabbi minn okkur á showið.
Snilldartónleikar þar sem hann og einn fýldur trommuleikari tróðu upp saman á Grand Rock. Þetta er maður sem tekur sig ekki alvarlega og er í raun einnig að skemmta sér á sviðinu. Hann dansar eins og kjáni, raular snilldar texta og lemur kúa eða jólabjöllu inn á milli. Allveg Æði.

Kíkti einnig í bíó tvisvar á síðustu vikum, Sin City og Batman. Báðar góðar en Sin City er auðvitað alger snilld. Þetta er bara eins og að horfa á teiknimyndasögu á skjá. fimm stjörnur!

Þangað til næst... dadadamm.. búmbastic