16. júl. 2005

Djarfa og fallega fólkið.

Latest news:
-Skellti mér á ættarmót á vestfjorden, heljarstuð þar, hálfgerð fjölskyldu útihátíð.
-Ég er oft að vinna.. en oft ekki að vinna. Eiginlega svona 50-50 dæmi.
-Ég fékk útborgað um síðustumánaðarmót, einsog fyrir flesta námsmenn var það ljúfur, langþráður dagur
-FooFighters tónleikar + Queens of the stone age. FF stóðu uppúr og voru glæsilegir á sviðinu. óhætt er að segja að einn eða jafnvel tveir svitadropar hafi perlas á enni fólks í þvögulátunum. Ég, Steinunn og Heiða skelltum okkur og tókum 15 ára pakkann á þetta og tróðum okkur inn í þvöguna- Stórgaman.

Mikið að gerast hjá mér um miðjann ágúst... Ég ætla mér að vera "djarft og fallegt fólk" og skella mér til útlanda! Tími til kominn að hitta vini frá þeim tímum mínum sem kenndir eru við Thailand. Ég flýg til Þýskalands 17. ág. Eyði þar rúmlega viku með vinum mínum og svo flýg ég til Suður-Frakklands og eyði þar tveim vikum með Yann. Mig grunar að maður skelli sér bara í köfun. Jei men!!

Svo tekur áframhaldandi skóli við. Ég valdi Fiskilíffræðibrautina eins og ég hafði planað allann tímann og loksins er maður að fara í áfanga sem eru í beinni tengingu við áhugasvið manns. Húrra Húrra.
Mér þykir það ansi skrýtið eiga aðeins 2/3 eftir af BS-náminu.... So much to do, So much to learn, So much fun yet to be had!

So er pælingin um framtíðarstarfið. Á maður eftir að vinna við Saurgreiningar eða Köfun. Líklegast bæði...(vonandi seinni kosturinn, hitt má fylgja). Kannski endar maður á hafró að greina fiskilyktir. "Hmmm Gúrkulykt af þessari síld, með smá keim af kæfu og skinku" (þetta starf er til).

Þetta var smá Tómatsósa úr lífi mínu þessa dagana.
sjáumst heil

Hrönn
viva la france