27. apr. 2008

Tími tilraunanna er allveg að koma...allveg sko!

Tilraunirnar eru ekki enn byrjaðar. Flæðismælirinn sem nota þarf í CO2 dælikerfið var sprengdur og erum við endalaust að bíða eftir nýjum. Bíða bíða :)

Það er alltílægi samt. Ég hef nú allveg haft eitthvað að gera. Í gær fór ég að sjá Plymouth albions spila, en það er rugby team Plymouth. Það var annsi skemmtilegt að sjá enda eru þetta tveggja metra menn, með vöðvamassa svipaða og naut. Leikurinn sjálfur gat vart talist spennandi þar sem við unnum 35-7 en hvað með það... skemmtilegt samt sem áður.

Svo fer ég reglulega í sjóinn á brimbretti. Í fyrradag fór ég til Newquay og var brimið annsi gott... frekar hvítur og subbulegur sjór en massa öldur. Ég greip 4 öldur og fóru þær með mig alla leið uppí strönd... á svaka hraða. Til að fyrirbyggja allann miskilning þá vil ég taka það fram að ég stend ekki á brettinu... meira svona ligg :). Það er nefnilega soldið erfitt að standa og er þetta lítið einsog að vera á snjóbretti.

Þann 22. Apríl fór ég á tónleika hér í Plymouth. Hvað annað en okkar fræga BJÖRK. Ég held ég get allveg talist vera mikill aðdáandi tónlistar hennar og voru tónleikarnir hreint út sagt AWESOME! Fór ég með hópi af fólki á barinn eftir tónleikanna og gátu menn ekki hætt að tala um hversu Ótrúlegir og Æðislegir tónleikarnir hefðu verið. Konan er meistari tónlistar segi ég!

Hélt uppá afmælið mitt um daginn, 25 ára. Var engin svakaveisla en bauð fólki uppá að koma að hitta mig í svona english park hér rétt hjá. Flestir úr kúrsinum mínum komu og borðuðum við kökur og rusl og lágum í sólbaði í blíðunni. Svo var það auðvitað pöbbinn eftir... hvað annað?


Smá svipmyndir frá Pick-nickinu!

Segi þetta gott í bili.

3 Ummæli:

Þann 10:18 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Nice!!! Pick-nick!!
Bara ædi, er lika nett abbo uti oldurnar i sjonum. (Er ekki malid bara ad fa ser stærra bretti til tess ad na ad standa?).

En hafdu tad gott froken god.
kv Heida

 
Þann 4:38 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Jæja. Á ekkert að blogga meira hérna - og hvað með myndir?
Hlakka til að sjá þig elskan, rétt handan við hornið :D
Við skulum sko skemmta okkur vel!

 
Þann 2:15 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hello everyone!
I would like to burn a theme at here. There is such a nicey, called HYIP, or High Yield Investment Program. It reminds of financial piramyde, but in rare cases one may happen to meet a company that really pays up to 2% daily not on invested money, but from real profits.

For quite a long time, I make money with the help of these programs.
I don't have problems with money now, but there are heights that must be conquered . I make 2G daily, and I started with funny 500 bucks.
Right now, I'm very close at catching at last a guaranteed variant to make a sharp rise . Turn to my blog to get additional info.

http://theinvestblog.com [url=http://theinvestblog.com]Online Investment Blog[/url]

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim