29. des. 2004

Zombie... aðalkarókílagið í Tælandi

Já.... Ok.. Tvö blogg á átta mánuðum er ekki dugnaður. En hei, svona er lífið... mitt. Ekki dugnaður greinilega. Annars er ekkert mikið að frétta annað en það að ég kynntist kana, eignaðist barn með honum í byrjun nóv, flyt svo til Washington með honum í janúar. Þar mun ég hitta góðvin hans Johns, eiginmanns míns, sem heitir Runni. Sá mun fá Ananas í rassinn með kærri kveðju frá Íslandi. (sá sem hefur horft á little nicky nýlega kannast við þetta).

Svo maður hætti þessu bulli þá er það að frétta að Ég byrjaði í Líffræði í haust og var að klára prófin, 20 des. Mikil gleði þá. 21 des var svo 0pnað bjór (en þá hafði ég verið í 6 vikna "aðhaldi" í bjórdrykkjunni... ekki veitti af eftir allt sullið síðan... síðan.... uhh ég man eftir mér :/)
Ég er búin að fá útúr tveim prófum af fjórum og það gekk líka svona ljómandi. Kemur í ljós með hin tvö... Það að læra einn heilann dag undir fag sem maður ætti að hafa verið að læra heila önn er ekki gott. Dýrafræðin er spennandi.

Gleðileg Jól by the way.
Hverning get ég lýst þessum jólum mínum... Hmmm. með einu orði. VINNA.
Ég ákvað að gefa álverinu tíma minn um jólinn og vinna aðfaranótt aðfangadags og aðfangadagskvöld. semsagt aðfangadagur fór í að sofa. Svo var auðvitað vinna Á jóladagskvöld. Gleði mikil. Mikið stress að næla sér í einhver jól. En ég er komin í vaktafrí núna og því eru jólin á blússandi ferð á mínum bæ.

Já önnur merkileg frétt: Eg er formlega flutt að heiman. Vei Vei. Ég og Steinunn fluttum í kjallaraíbúðina á Hraunbraut 1... Húsið sem allir hafa átt heima í, one time or another.
Það hræðilega við að flytja út var það að um leið og ég labbaði niður stigann heima hjá mömmu og pabba þá heyrði ég mikið krass búng bang læti. Og viti menn.. Búiða að brjóta niður heilann vegg og sameina tvö herbergi sem gerir mér ókleyft að flytja aftur heim í neyð (Þetta lyktar af samsæri..). Þannig má búast við að ég haldi kyrru fyrir á Hraunbrautinni í lengri tíma.

Maður bloggar kannski aftur í fríinu... breytir blogginu eða dundar sér við eitthvað skemmtilegt.
Sawatii.
hronn (la zombie)