29. feb. 2008

Snorkling in Kenya


Snorklið var stór punktur í ferðinni. Dagurinn byrjaði ekki nógu vel, því á leiðinni í langferðarbílnum þá fór bílstjórinn of hratt yfir bungu á veginum, með þeim afleiðingum að Yann skallaði loftljósið í bílnum. Hann meiddi sig greinilega og hélt yfir hausinn á sér og svo byrjaði blóð að leka undan hárinu. Þegar allir voru komnir út og sárið skoðað nánar þá fór Yann að líða nokkuð illa svo hann settist niður á meðan rætt var hvort að sjúkrahús væri málið eða ekki. Alltí einu fór Yann að leka niður tröppurnar á bílnum og hristist. Það hræddi mann soldið að hann var með galopin augu og orðinn snjóhvítur í framan. Vitaskuld fór alltí alltí brjál og band og Yanna druslað inní bílinn og allir inn. Hann vaknaði í bílnum, soldið vankaður þó í lagi. Saumuð voru 4 spor í hausinn á kauða og eftir það var brunað til bátsins sem skipulagt var að tæki okkur í snorklið.

Þar sem fáir túristar voru á ferli tóku bátsmenn þá ákvörðun að leyfa okkur að synda með höfrungunum. Greyið Yann þurfti að sitja eftir í bátnum (en honum bauðst reyndar að koma aftur seinna en þáði það nú ekki á endanum). Náði aðeins þrem höfrungamyndum þar sem ég gerði þau mistök að lána einum gædinum vélina því hann ætlaði sko að ná svaka myndum... hann hefur eitthvað afstillt myndavélina því það kom ekki ein úr því. Hér er svo hluti snorklmyndum og setti ég meira á myndasvæði mitt.










Meira síðar (betra að þetta komi hægt en aldrei) :)

10. feb. 2008

Kenya Masai kijiji

Eftir að hafa sofið á tjaldstæði rétt hjá þessu Masai (nafn ættbálksins) þorpi (kijiji er þorp á Swahili) þá fengum við að fara í heimsókn. Höfðum komist að því að það er fátt ókeypis í Kenya... og það að fá að taka myndir af Masai fólki, og að fá að heimsækja þorpið þeirra kostaði okkur örfáa aura en var allveg þess virði auðvitað. Það er ekki erfitt að meta hvort maður vill frekar eyða peningnum í ... hamborgara með frönskum á íslandi eða heimsókn í Masai þorp í Kenya.

Fólkið dansaði fyrir okkur sína þjóðdansa. Fyrst voru það karlmennirnir sem sýndu karlmennsku sýna með endalausu hoppi og fengu Hilmar og Snorri að taka þátt í því. Síðan komu konurnar og sungu þær söng sem er venjulega sunginn þegar kona er að eiga barn og vorum ég og mamma auðvitað sjanghæjaðar í þann dans (litum auðvitað út einsog álfar útúr hól hliðiná þessum grönnu dömum). Satt að segja voru báðir söngvar æðislega flottir og vona því að Pabbi hafi náð því á teip.

Eftir þetta var farið inní húsin þeirra og sagði Daniele (mamma Yanns) okkur að við mættum ekki setjast niður. Ég og fleiri, tókum því auðvitað sem svo að það væri ókurteisi og sumir heyrðu ekki þessa ábendingu þannig að allir settust nema Yann og Pabbi held ég. Síðar fengum við að vita að þetta væri vegna pöddu sem finnst gjarna í rúmmum þessa fólks, og borar sig inn undir húð manns með leiðinlegum fylgikvillum. Úff... Sumir fengu ímyndaðann? kláða í viku á eftir :)
Eftir þetta tók við markaðurinn þeirra sem var einkar ruglingslegur og var maður ekki allveg komin í prúttgírinn eftir aðeins einn dag í Kenya... en keypti ég þó nokkur armbönd.

Meira síðar.

8. feb. 2008

Eftir Kenya Blogg

Bara stutt til að byrja með... Svo kemur Kenýa blogg núna mjöög bráðlega. Við Yann komum heim (til Plymouth) á laugardaginn síðasta og var heldur kalt að mæta á flugvöllinn í sandölum og kvartbuxum. Svo tók við svaka stress (sem útskýrir af hverju lítið hefur heyrst í mér) þar sem ég átti að skila literature review og Research project proposal og eru bæði verkefnin mjög stór og krefjast mikils lesturs. Ég var t.d. með yfir 60 heimildir í Lit.rev.inu... úff mikil vinna.

Svo í gær (fimmtudag) var skiladagur og er skilakerfið hér þannig að ef maður skilar mínútu (eða sekuntu) of seint þá fær maður bara núll! Ég rétt svo náði að skila klukkan 13.59.30. Og O MY Lord! Stressið!!! Maður svitnaði bara. En nú er sá kafli búinn og allt orðið aðeins rólegra fyrir utan þrjú smávægileg skilaverkefni í viðbót. Eg get þá slappað af og jafnvel náð að skoða allar myndirnar frá Kenya (hef ekki haft tíma í það heldur!).

Bið semsagt að heilsa í bili... Og ketlingarnir sem ég og Yann búum með biðja líka að heilsa :)