27. sep. 2007

Octopush


Eitt sem HÍ hefur ekki, en Háskólinn í Plymouth hefur eru ýmis fjölbreytileg félög og klúbbar. Sem dæmi um félög má nefna "against the war" félagið, "fairtrade" félagið, Hugleiðslufélagið, Juggling, Bjórfélagið og mörg, mörg önnur! Klúbbar eru einnig mjög áberandi. Meðal þeirra er að finna Kvenna og karla rugby, Crikket (hvað annað), Paintball, Snekkju-klúbbur (ekki djók), Skylmingar, Súludans og síðast en ekki síst Octopush. Mig langaði nú að nýta tækifærið meðan maður er hér og gera eitthvað silly... fann hina fullkomnu silly-íþrótt fyrir mig, Octopush... SO I SAID: "SIGN ME UP". Fyrir þá sem ekki vita (og mig grunar að það séu meira eða minna allir sem hugsanlega gætu villst inná þetta blogg) þá er octopush svokallað "underwater hockey". Hmmm... hvernig virkar það. Get ekki sagt að ég þekki vel til þessarar íþróttar en í stuttu máli þá er maður með froskalappir, litla kylfu, snorkl, og kafaragrímu, og maður á að nota litlu kylfurnar til að slá Pökk. Bara fyndið og mun ég eyða sunnudagskvöldum í sundlauginni. Er svo að velta fyrir mér að skrá mig í badminton liðið.. góð alhliða, og skemmtileg hreyfing þar. Ekki nóg með þetta þá eru köfunarferðir farnar á hverjum miðvikudegi og kostar alls tvö pund að fara með í þær... með öllum búnaði!!!

Fyrir þá sem vilja kynna sér furðulega fjölbreyttu möguleikana sem nemendafélagið hér úti býður uppá þá eru slóðir hér að neðan:
- Félög
- Klúbbar

Ég segi að HÍ eigi að taka sér breska Háskólamenningu til fyrirmyndar og reyna að stofna klúbba... sem auðvelda stúdentum að stunda íþróttir, ódýrt og í góðum félagsskap!

Aðrar fréttir af mér: Er byrjuð í skólanum loksins og held að ég eigi bara eftir að læra heilmikið, og skemmta mér vel á meðan ég er stödd hér í Plymouth. Nú þarf ég að fara að vinna að verkefni og segi því yfir og út!

24. sep. 2007

Vafasömu snyrtivörurnar


Ætli einn mesti lygari í heimi sé ekki snyrtivörubransinn. Ég fór að pæla í þessu um daginn eftir að ég sá auglýsingu í sjónvarpinu um andlitskrem með "intelligent molicules". Mér fannst þetta athyglisverð fullyrðing þar sem hingað til hafa andlitskrem ekki hugsað mikið... og vona ég að gáfuð andlitskrem eru ekki það sem koma skal.
Annað krem sem ég sá auglýst á Íslandi á sínum tíma (jú ég átti einu sinni heima þar) var sagt hafa frumufjölgandi áhrif. Bíddu bíddu bíddu... vill maður bera á sig krem sem hefur frumufjölgandi áhrif? Ég held ekki! Hversu heimskulega myndi það hljóma þegar maður segði krabbameinslækninum sínum frá hugsanlegum orsökum húðæxlisins. Nei takk, ef ég væri sérstaklega áhugasöm um húðæxli, þá ætla ég að gömlu "góðu" ljósabekkirnir væru nógu góð lausn.

Fullyrðingar um maskara eru ekki mikið gáfulegri en það sem finna má um krem. Til dæmis sú algenga fullyrðing um að þeir lengi augnhárin er soldið kjánaleg. Ég efast um að það er að finna hárlengingu í maskara-burstanum. Nei, maskari er bara svartur litur... mismunandi þykkur og klístraður, en svartur litur samt sem áður.

Orðið "náttúrulegt" er mjög vafasamt orð. Best er að leiða hugann að nokkrum náttúrulegum efnum. Ætli leðurblökukúkkur flokkist ekki undir "náttúrulegt efni". Geri líka ráð fyrir að eitrið sem svarta ekkjan notar til að myrða bráð sína flokkist undir "náttúrulegt efni". Hmm, hvað með plöntur? Brenninettlan hefur náttúrulegt brennandi efni. Ekki má borða jólastjörnuna á jólunum, "en hún er náttúruleg" mætti segja... en mamma segir samt nei! Ég ætla mér ekki að bera sítrónusafa framaní mig, Jafnvel þó hann sé náttúrulegur.

Ætli það sé ekki fullt af öðurm vafasömum fullyrðingum sem koma frá snyrtivörubransanum og ef einhver man eftir einhverju sniðugu (nú geri ég ráð fyrir að fólk í raun og veru lesi þetta blogg en það þarf jú ekki að vera raunin) þá má allveg deila því með því að setja inn athugasemd.

Að lokum... Af hverju tala snyrtivörur alltaf frönsku... Eau de toilette?... á klósettinu? Þessir snyrtivöruframleiðendur bulla bara endalaust í okkur.

10. sep. 2007

Cornwall skagi og Basket sharks!

Yann (sem varð 28 ára 4. September síðastliðinn - jibbí gamli) er farinn heim til Íslands að uppgötva alla sjaldgæfu flækingana sem ættu að hafa komið til landsins síðustu vikur og sit ég eftir með sárt ennið í Englandinu. Ég saknaði Íslands fyrst daginn sem Yann fór, 5. september síðastliðinn. Ekki einungis var Yann að fara heldur átti hin frábæra móðir mín hálfrar aldar afmæli sama dag. Ég segi nú bara Thank God for Skype!, þar sem ég gat óskað henni til hamingju með afmælið face to face. Fyrir fjölskyldunni er maður orðinn digital vera sem birtist stöku sinnum á kvöldin og talar. Rétt fyrir jól ætti svo að poppa upp vera sem er allveg eins og þessi digital, nema allvöru flesk og bein. Ooookey, carry on...


Ég og Yann tókum smá túr um Cornwall skaga sem er sá hluti af Englandi sem kemst næst því að vera Trópískur. Þar má finna fjöldann allann af fallegum ströndum þar sem brimbrettafólk hangir dögum saman, og sólskeikjur líka. Fórum í sjávardýrasafnið í Plymouth sem er það stærsta í UK og er fyrsta myndin tekin þar þegar maður átti að horfa á þríviddarmynd með þrívíddargleraugu. Auðvitað bjóst maður við því að sjá hákarla synda fram hjá sér og skemmtilegt... en neeeeii... þeir ákváðu að hafa þrívíddarmyndina um arkítektúr í sjó, framtíðarsýn. Mér finnst það eyðsla á þrívíddarbíó... ég Vil Hákarla sem koma í áttina að mér og gleypa mig... og Hvali! Fyrir utan hin miklu vonbrigði með þrívíddiarbíóið þá var þessi svaka skemmtilegt að labba um svæðið og skoða stóru tankana, sem og littlu.


Við Yann eigum ekkert sérstaklega mörg sameiginleg áhugamál en bæði elskuðum við þátt sem var í sjónvarpinu fyrir nokkru síðan, Doc Martin! Þessi þáttur var að miklu leiti tekinn upp í bæ á norður-Cornwall sem heitir Port Isaac og var tókum við bíl á leigu og brunuðum í heimsókn. Dr. Martin var ekki heima hjá sér (littla gráa húsið vinstra megin við stóra gráa húsið, hægra megin við miðju) en þess í stað var búið að setja upp skilti sem á stóð vinsamleg ábending um að það ætti í raun fólk heima í þessu húsi, og því þætti vænt um að túristar (eins og við) værum ekk að kíkja innum gluggana á húsinu, innanstokksmunir hússins væru ekki notaðir við gerð þáttarins. Við hlýddum því.


Varla þarf ég að minna fólk á að í Englandi er keyrt vitlausu megin. Ég mátti ekki keyra bílinn þar sem við hefðum þurft að borga himinháar tryggingar þar sem ég réttilega flokkuð sem unglamb við stýri :).
Yann tók að sér bílstjórahlutverkið og stóð sig með mikilli prýði, keyrði ekki niður neinar ruslatunnur (eins og síðast þegar hann ók bíl í Skotlandi) og bara örfáum sinnum á kanntinn á veginum. Ég varð nottla að stelast til að keyra bílinn þar sem ég er jú local. Það er skemmst frá því að segja að Yanna fannst ökulag mitt ekki hæfa dömu. Ég er því fullkomlega ósammála... Ég rakst einstaka sinnum í runna en það er bara eðlilegt í Englandi... Maður á að keyra á runna... its the law... maybe.


Svo var gripið í hinn Klassíska Breska skyndibitamat. Hér að ofan má sjá hárug hné og ofaná þeim situr góssið: Franskar (chips) með osti (cheese) og brúnni sósu (gravy). Jummý jummý segi ég bara.

Meira síðar.

----
Setti myndir inná myndasíðuna mína. Bæði í "Plymouth_traveling" og "Animals" möppurnar