11. maí 2005

Prófum er lokið....

...og ég stend og fell með því. Það er seinnitímavandamál í hæsta flokki. Allavega eru málin úr mínum höndum og því afar óþarft að vera að stressa sig yfir einkunum.

Annars er auðvitað ekki mikið að frétta þar sem maður hefur nánast bundinn við skrifborðsstólinn síðustu daga.. og ái... gamli stóllinn (sem ég fékk 6 ára) er jú kominn til ára sinna og ég fékk það vel staðfest síðustu vikur. Ef þið sjáið hringjarann fra Notre dame koma hlaupandi og veifandi til ykkar út á götu, megið þið allveg búast við að það sé ég.

Jú. Ég ákvað að segja frá smá skrítinni sögu sem lýsir afar vel hugarástandi í prófum.
Þannig var mál með vexti um daginn að Yann átti að koma með innanlandsflugi til Reykjavíkur eitt kvöld (þetta var í miðjum prófunum). Ég ætlaði að sækja hann en missti maðurinn svo ekki bara af flugvélinni (ORSÖK).
Ég þar af leiðandi neyddist til að sækja hann næsta morgun, rétt eftir átta, sem er ókristilegur tími.
Á fætur fór ég og keyrði í rólegheitum á flugvellinn, ég var sniðug og valdi mér stæði þannig að ég sæi útganginn beint af augum. Ég starði óþolinmóð á innganginn í hálfa mínútu og áttaði mig skyndilega. Hvernig ætti heil flugvél að geta lent á BSÍ??!
Ég hristi bara hausinn yfir kjánaskapnum og kom svo auga á flugvöllinn og keyrði þangað. Ég er bara að rúnnta um bílastæðið þegar Yann hringir og segist vera komin. "Í hvaða húsi eru eiginlega?" spyr ég auðvitað og verða þarna örstuttar samræður um hvernig húsið liti út og væri faxaflóamegin og sonna. Ég botnaði ekkert í því hvað hann var að segja en kviknaði á perunni... Ég var semsagt að rúnta um bílastæði Loftleiða. (AFLEIÐING)

Ég brunaði á hinn raunverulega flugvöll og sótti aumingja manninn sem var byrjaður að bíða.

Þetta er bara smá dæmisaga um Heila sem vaknar yfirleitt ekki fyrir 10, og búkurinn vill helst ekki vakna undan... En það gerðist í þessu tilfelli.

En í annað... Vonandi fer maður að vinna sem fyrst og fá smá aura í vasann.



Vinna vinna vinna

Sumarið er komið. jibbí.
kveðja
Hrönn