28. des. 2007

happy hollidays!

GLEÐILEG JÓL OG HAFIÐ ÁNÆGJULEGT NÝTT ÁR

Þetta er jólakortið í ár. Þar sem ég flokkast enn undir skólafólk sem hefur mest að gera fyrir jól, þá eru engin áþreifanleg jólakort send. Bara svona digital orðsendingar. Ætli maður leggist ekki í jólakortagerð í framtíðinni... eða það er allavega planið.

Nú er maður kominn heim í snjóinn og afskaplega var það nú ánægjulegt. Fyrir utan ljótan hósta, og kvef sem svo leiddi af sér eyrnabólgu í vinstra eyra þá er svooo gaman að vera komin heim. Ekkert skemmtilegra en að fara út að leika í snjónum, og svo inn að fá heitt kakó og piparkökur og máski væna flís af feitum sauð sem fjalla gekk á jólunum. Nammi namm.

Svo verður hinn póllinn á hæðinni tekinn þann 12. janúar því þá er flogið til Kenya. Enginn snjór þar... bara sól :)

Heyrumst betur síðar!

2 Ummæli:

Þann 9:05 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

jæja Hrönnsí, eitthvað að frétta frá útlandinu?

 
Þann 10:23 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

já hvenær fær maður nýtt blogg??

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim