8. feb. 2008

Eftir Kenya Blogg

Bara stutt til að byrja með... Svo kemur Kenýa blogg núna mjöög bráðlega. Við Yann komum heim (til Plymouth) á laugardaginn síðasta og var heldur kalt að mæta á flugvöllinn í sandölum og kvartbuxum. Svo tók við svaka stress (sem útskýrir af hverju lítið hefur heyrst í mér) þar sem ég átti að skila literature review og Research project proposal og eru bæði verkefnin mjög stór og krefjast mikils lesturs. Ég var t.d. með yfir 60 heimildir í Lit.rev.inu... úff mikil vinna.

Svo í gær (fimmtudag) var skiladagur og er skilakerfið hér þannig að ef maður skilar mínútu (eða sekuntu) of seint þá fær maður bara núll! Ég rétt svo náði að skila klukkan 13.59.30. Og O MY Lord! Stressið!!! Maður svitnaði bara. En nú er sá kafli búinn og allt orðið aðeins rólegra fyrir utan þrjú smávægileg skilaverkefni í viðbót. Eg get þá slappað af og jafnvel náð að skoða allar myndirnar frá Kenya (hef ekki haft tíma í það heldur!).

Bið semsagt að heilsa í bili... Og ketlingarnir sem ég og Yann búum með biðja líka að heilsa :)

1 Ummæli:

Þann 2:40 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ja, sennilega svo pad er

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim