27. apr. 2008

Tími tilraunanna er allveg að koma...allveg sko!

Tilraunirnar eru ekki enn byrjaðar. Flæðismælirinn sem nota þarf í CO2 dælikerfið var sprengdur og erum við endalaust að bíða eftir nýjum. Bíða bíða :)

Það er alltílægi samt. Ég hef nú allveg haft eitthvað að gera. Í gær fór ég að sjá Plymouth albions spila, en það er rugby team Plymouth. Það var annsi skemmtilegt að sjá enda eru þetta tveggja metra menn, með vöðvamassa svipaða og naut. Leikurinn sjálfur gat vart talist spennandi þar sem við unnum 35-7 en hvað með það... skemmtilegt samt sem áður.

Svo fer ég reglulega í sjóinn á brimbretti. Í fyrradag fór ég til Newquay og var brimið annsi gott... frekar hvítur og subbulegur sjór en massa öldur. Ég greip 4 öldur og fóru þær með mig alla leið uppí strönd... á svaka hraða. Til að fyrirbyggja allann miskilning þá vil ég taka það fram að ég stend ekki á brettinu... meira svona ligg :). Það er nefnilega soldið erfitt að standa og er þetta lítið einsog að vera á snjóbretti.

Þann 22. Apríl fór ég á tónleika hér í Plymouth. Hvað annað en okkar fræga BJÖRK. Ég held ég get allveg talist vera mikill aðdáandi tónlistar hennar og voru tónleikarnir hreint út sagt AWESOME! Fór ég með hópi af fólki á barinn eftir tónleikanna og gátu menn ekki hætt að tala um hversu Ótrúlegir og Æðislegir tónleikarnir hefðu verið. Konan er meistari tónlistar segi ég!

Hélt uppá afmælið mitt um daginn, 25 ára. Var engin svakaveisla en bauð fólki uppá að koma að hitta mig í svona english park hér rétt hjá. Flestir úr kúrsinum mínum komu og borðuðum við kökur og rusl og lágum í sólbaði í blíðunni. Svo var það auðvitað pöbbinn eftir... hvað annað?


Smá svipmyndir frá Pick-nickinu!

Segi þetta gott í bili.

10. apr. 2008

Tími tilraunana

Nú er tími tilraunanna kominn. Fyrir neðan er póster sem ég var með á ráðstefnu um daginn til að kynna meistaraverkefnið mitt. Basically þá er ég núna að maka saman marflóm og gerist svo eggjaræningi þegar marflærnar eru búnar að verpa í kviðpokann sinn. Til þess að gerast góður eggjaræningi neyðist ég líka til að vera morðingi... Hausinn af bara. Ekki mjög fallegt :P


Hér er búið að vera óvenju kalt í veðri og kom meira að segja snjókoma um daginn en það er afar sjaldgæft hérna úti! Bíð bara spennt eftir sumrinu og hitanum sem með því kemur!

Kominn tími á te! A nice cup of tea makes my day!