21. mar. 2008

Síðustu Kenýamyndirnar

































Bah!!! ljón á veginum!


















Pabbi með kameruna á lofti.


















Krakkarnir í skólanum.












Strútsherra.

Nú er resting af myndunum frá Kenýa komnar á internetið.

Maður er bara í Plymouth einsog vanalega. Veðrið búið að vera frekar leiðinlegt og Yanni nýfarinn heim (með smá stoppi í Svíþjóð). Loksins er að komast mynd á mastersverkefnið mitt en ég byrja á tilraunum í apríl að öllum líkindum. Svo er ég að fara á tónleika þann 22. apríl með Björk í Plymouth (úje) og þann 6. júní eru tónleikar í Dublin með Radiohead beibí!!!
Nóg að hlakka til. Stefnan er svo að klára masterinn í Oktober og þá hvað? Jú, þegar stórt er spurt...

2 Ummæli:

Þann 12:33 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta eru flottar myndir hjá þér!
Í fréttum: Halla og Gabríel eru á Ísafirði ( þeim tókst ekki að komast til Grænlands), koma heim á páskadag. Þá ætlum við að borða síðbúinn heilagan hamborgarhrygg. Vaka er orðin mjög kotroskin og farin að tala svolítið. Ég fór inn á hálendi og gekk á skíðum í blæjalogni og blíðu um næstsíðustu helgi. Það hefur sem sagt verið gott veður á landinu í hálfan mánuð eftir 4 mánaða umhleypinga.

Kveðja, HBj.

 
Þann 12:41 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hey, vá ef Flight of the conchords eru ekki með bestu þáttum í heimi þá veit ég ekki hvað. við erum búin að liggja yfir þessu og dönsum boom king dansinn hahaha... farðu nú að blogga kona :)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim