Veðurbarðir hrúðurkarlar

Ég vil ekki heyra múkk um það hvernig veðrið hjá ykkur heimalingunum hefur verið að undanförnu... ég veit. Ég hélt að hið síbreytilelga veður á Íslandi væri einstakt en því miður verð ég að hryggja klakabúa með þeirri staðreynd að Plymouth myndi vinna "breytilegtveðurkeppni" ef eitthvað slíkt væri til. Myndin hér uppí horni er lýsandi fyrir hina hversdagslegu veðurspá. Dagurinn í dag hefur verið óvenju lítið breytilegur, bara rigning.
Veðrið varð glæsilegt í tvo daga í vikunni... synd að þetta voru einmitt þeir dagar sem ég naut gubbupestar í boði húsfélaga míns. - life is full of suprises :)
Annars skal ég aðeins segja frá því sem ég er að gera núna. Ég vinn hjá manni sem heitir Stephen J. Hawkins og áður en lengra er haldið vil ég taka fram að hann er ekki fjölfatlaður og hann horfir ekki upp til himins. Nei, Sá sem hér um ræðir horfir niður í fjöruna, á hrúðurkarla eða ýmis lindýr.
Vinnan er mjög dæmigerð vinna fyrir nýútskrifaða líffræðinga. Ég er að telja hrúðurkarla (því þegar maður hugsar út í það... hvað gera líffræðingar annað en að telja?). Ég hef í höndunum stafrænar myndir af hrúðurkörlum og þarf ég að aðgreina ákveðnar tegundir (sem þér að segja er ekki alltaf auðvelt) og telja þær. Þetta væri ömurlegt ef ég vissi ekki um markmið þessara talninga.
Í stuttu máli þá var einhver gaur sem byrjaði að telja hrúðurkarla á ákv. svæðum í suður-englandi á 6 áratug síðustu aldar, og eru til talningar frá honum sem ná yfir næstu áratugi. Kom í ljós að jákvæð fylgni er á milli hitastigs og hlutfalls tegunda hrúðurkarla. Síðar ákvað Stephen Hawkins að byrja aftur á hrúðurkarlatalningunum (fyrir 20 árum eða svo) og hefur því safnast í sarpinn af upplýsingum. Á síðustu árum eru bara teknar stafrænar ljósmyndir og talið af þeim (þar kem ég til sögunar).
Langtíma upplýsingar um lífríki eru mjög verðmætar þar sem þær geta gefið margt af sér. Í þessu tilfelli er markmiðið að skilja hugsanleg viðbrögð ýmisa lífvera (eða lífverusamfélaga) í sjó við breytingum í hafinu. Þ.e.a.s. Hvað gera lífverusamfélögin þegar byrjar að hitna í kolunum?... við vitum það ekki og þess vegna er ekki úr vegi að reyna að komast að því (svona eins og hægt er).
Í tilefni þessara ræðu vil ég benda á eftirfarandi skemmtilegu tengla:
- Barnacles - living on the edge
- Hrúðurkarlar á Wikipedia
- Upplýsinar um Þrjár tegundir sem ég er að skoða
Ég vil enda þennan pistil með nokkrum skemmtilegum staðreyndum um hrúðurkarla:
- Hrúðurkarlar eru krabbadýr sem snúa öfugt (ímyndaðu þér rækju í glasi sem liggur með fæturna uppí loft).
- Þeir nota ummyndaða fætur til þess að sía lífrænar fæðuagnir úr sjónum.
- Sjálfur Charles Darwin eyddi miklum tíma í að rannsaka hrúðurkarla.
- Rúmlega 1200 tegundir hrúðurkarla eru þekktar í dag.
- Hrúðurkarlar hafa lengsta typpi sem finnst í dýraríkinu!! (ef miðað er við líkamslengd). - Þeir eru sexy beasts!
Takk fyrir að sinni.
Hr0nn
7 Ummæli:
Verkefnið hljómar áhugavert þegar markmiðið kemur í ljós ;) Vona að pestin sé alfarin og bið að heilsa máfunum í bili!
Já pestin er alfarin.
Svo sagði ég máfunum að Yanni bæði að heilsa og kvikindin hlógu bara eins og vitleysingar!
Þetta hljóta að vera hláturmávar!
Þetta hljómar bara vel spennandi. Maður hefði nú alveg viljað breyta um umhverfi...þó það sé rigning á nýja staðnum, þá er hann a.m.k. framandi.
Við þyrftum eiginlega að plana ferð til þín e-n tímann...gætum gist á e-u farfuglaheimilinu í nágrenninu og þú sýnt okkur staðinn.
Ingi, I like your way of thinking!
Já það er pottþétt plan. Gætum líka jafnvel tekið upp á því að kafa. eða fara á brimbretti, og auðvitað á pubinn að drekka bjór.
Þetta er plan.
Hrúðurkarlar eru kúl. Það er MIKIÐ af þeim í Breiðafirðinum. Alveg hreint yndislegt að telja og greina þessi dýr!
Líst vel á hugmynd ykkar Inga!!
Hei, Vigdís! Af forvitni endilega sendu á mig nöfnin á þeim sem þú ert að finna á íslandi :)
btw: hronne hjá gmail.com
Mikið hljómar þetta allt saman vel :)
Ég er deffó til í ferð... legg til að hún verði plönuð sem fyrst svo við getum farið að láta okkur hlakka til.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim