27. apr. 2008

Tími tilraunanna er allveg að koma...allveg sko!

Tilraunirnar eru ekki enn byrjaðar. Flæðismælirinn sem nota þarf í CO2 dælikerfið var sprengdur og erum við endalaust að bíða eftir nýjum. Bíða bíða :)

Það er alltílægi samt. Ég hef nú allveg haft eitthvað að gera. Í gær fór ég að sjá Plymouth albions spila, en það er rugby team Plymouth. Það var annsi skemmtilegt að sjá enda eru þetta tveggja metra menn, með vöðvamassa svipaða og naut. Leikurinn sjálfur gat vart talist spennandi þar sem við unnum 35-7 en hvað með það... skemmtilegt samt sem áður.

Svo fer ég reglulega í sjóinn á brimbretti. Í fyrradag fór ég til Newquay og var brimið annsi gott... frekar hvítur og subbulegur sjór en massa öldur. Ég greip 4 öldur og fóru þær með mig alla leið uppí strönd... á svaka hraða. Til að fyrirbyggja allann miskilning þá vil ég taka það fram að ég stend ekki á brettinu... meira svona ligg :). Það er nefnilega soldið erfitt að standa og er þetta lítið einsog að vera á snjóbretti.

Þann 22. Apríl fór ég á tónleika hér í Plymouth. Hvað annað en okkar fræga BJÖRK. Ég held ég get allveg talist vera mikill aðdáandi tónlistar hennar og voru tónleikarnir hreint út sagt AWESOME! Fór ég með hópi af fólki á barinn eftir tónleikanna og gátu menn ekki hætt að tala um hversu Ótrúlegir og Æðislegir tónleikarnir hefðu verið. Konan er meistari tónlistar segi ég!

Hélt uppá afmælið mitt um daginn, 25 ára. Var engin svakaveisla en bauð fólki uppá að koma að hitta mig í svona english park hér rétt hjá. Flestir úr kúrsinum mínum komu og borðuðum við kökur og rusl og lágum í sólbaði í blíðunni. Svo var það auðvitað pöbbinn eftir... hvað annað?


Smá svipmyndir frá Pick-nickinu!

Segi þetta gott í bili.

10. apr. 2008

Tími tilraunana

Nú er tími tilraunanna kominn. Fyrir neðan er póster sem ég var með á ráðstefnu um daginn til að kynna meistaraverkefnið mitt. Basically þá er ég núna að maka saman marflóm og gerist svo eggjaræningi þegar marflærnar eru búnar að verpa í kviðpokann sinn. Til þess að gerast góður eggjaræningi neyðist ég líka til að vera morðingi... Hausinn af bara. Ekki mjög fallegt :P


Hér er búið að vera óvenju kalt í veðri og kom meira að segja snjókoma um daginn en það er afar sjaldgæft hérna úti! Bíð bara spennt eftir sumrinu og hitanum sem með því kemur!

Kominn tími á te! A nice cup of tea makes my day!

21. mar. 2008

Síðustu Kenýamyndirnar

































Bah!!! ljón á veginum!


















Pabbi með kameruna á lofti.


















Krakkarnir í skólanum.












Strútsherra.

Nú er resting af myndunum frá Kenýa komnar á internetið.

Maður er bara í Plymouth einsog vanalega. Veðrið búið að vera frekar leiðinlegt og Yanni nýfarinn heim (með smá stoppi í Svíþjóð). Loksins er að komast mynd á mastersverkefnið mitt en ég byrja á tilraunum í apríl að öllum líkindum. Svo er ég að fara á tónleika þann 22. apríl með Björk í Plymouth (úje) og þann 6. júní eru tónleikar í Dublin með Radiohead beibí!!!
Nóg að hlakka til. Stefnan er svo að klára masterinn í Oktober og þá hvað? Jú, þegar stórt er spurt...

29. feb. 2008

Snorkling in Kenya


Snorklið var stór punktur í ferðinni. Dagurinn byrjaði ekki nógu vel, því á leiðinni í langferðarbílnum þá fór bílstjórinn of hratt yfir bungu á veginum, með þeim afleiðingum að Yann skallaði loftljósið í bílnum. Hann meiddi sig greinilega og hélt yfir hausinn á sér og svo byrjaði blóð að leka undan hárinu. Þegar allir voru komnir út og sárið skoðað nánar þá fór Yann að líða nokkuð illa svo hann settist niður á meðan rætt var hvort að sjúkrahús væri málið eða ekki. Alltí einu fór Yann að leka niður tröppurnar á bílnum og hristist. Það hræddi mann soldið að hann var með galopin augu og orðinn snjóhvítur í framan. Vitaskuld fór alltí alltí brjál og band og Yanna druslað inní bílinn og allir inn. Hann vaknaði í bílnum, soldið vankaður þó í lagi. Saumuð voru 4 spor í hausinn á kauða og eftir það var brunað til bátsins sem skipulagt var að tæki okkur í snorklið.

Þar sem fáir túristar voru á ferli tóku bátsmenn þá ákvörðun að leyfa okkur að synda með höfrungunum. Greyið Yann þurfti að sitja eftir í bátnum (en honum bauðst reyndar að koma aftur seinna en þáði það nú ekki á endanum). Náði aðeins þrem höfrungamyndum þar sem ég gerði þau mistök að lána einum gædinum vélina því hann ætlaði sko að ná svaka myndum... hann hefur eitthvað afstillt myndavélina því það kom ekki ein úr því. Hér er svo hluti snorklmyndum og setti ég meira á myndasvæði mitt.










Meira síðar (betra að þetta komi hægt en aldrei) :)

10. feb. 2008

Kenya Masai kijiji

Eftir að hafa sofið á tjaldstæði rétt hjá þessu Masai (nafn ættbálksins) þorpi (kijiji er þorp á Swahili) þá fengum við að fara í heimsókn. Höfðum komist að því að það er fátt ókeypis í Kenya... og það að fá að taka myndir af Masai fólki, og að fá að heimsækja þorpið þeirra kostaði okkur örfáa aura en var allveg þess virði auðvitað. Það er ekki erfitt að meta hvort maður vill frekar eyða peningnum í ... hamborgara með frönskum á íslandi eða heimsókn í Masai þorp í Kenya.

Fólkið dansaði fyrir okkur sína þjóðdansa. Fyrst voru það karlmennirnir sem sýndu karlmennsku sýna með endalausu hoppi og fengu Hilmar og Snorri að taka þátt í því. Síðan komu konurnar og sungu þær söng sem er venjulega sunginn þegar kona er að eiga barn og vorum ég og mamma auðvitað sjanghæjaðar í þann dans (litum auðvitað út einsog álfar útúr hól hliðiná þessum grönnu dömum). Satt að segja voru báðir söngvar æðislega flottir og vona því að Pabbi hafi náð því á teip.

Eftir þetta var farið inní húsin þeirra og sagði Daniele (mamma Yanns) okkur að við mættum ekki setjast niður. Ég og fleiri, tókum því auðvitað sem svo að það væri ókurteisi og sumir heyrðu ekki þessa ábendingu þannig að allir settust nema Yann og Pabbi held ég. Síðar fengum við að vita að þetta væri vegna pöddu sem finnst gjarna í rúmmum þessa fólks, og borar sig inn undir húð manns með leiðinlegum fylgikvillum. Úff... Sumir fengu ímyndaðann? kláða í viku á eftir :)
Eftir þetta tók við markaðurinn þeirra sem var einkar ruglingslegur og var maður ekki allveg komin í prúttgírinn eftir aðeins einn dag í Kenya... en keypti ég þó nokkur armbönd.

Meira síðar.

8. feb. 2008

Eftir Kenya Blogg

Bara stutt til að byrja með... Svo kemur Kenýa blogg núna mjöög bráðlega. Við Yann komum heim (til Plymouth) á laugardaginn síðasta og var heldur kalt að mæta á flugvöllinn í sandölum og kvartbuxum. Svo tók við svaka stress (sem útskýrir af hverju lítið hefur heyrst í mér) þar sem ég átti að skila literature review og Research project proposal og eru bæði verkefnin mjög stór og krefjast mikils lesturs. Ég var t.d. með yfir 60 heimildir í Lit.rev.inu... úff mikil vinna.

Svo í gær (fimmtudag) var skiladagur og er skilakerfið hér þannig að ef maður skilar mínútu (eða sekuntu) of seint þá fær maður bara núll! Ég rétt svo náði að skila klukkan 13.59.30. Og O MY Lord! Stressið!!! Maður svitnaði bara. En nú er sá kafli búinn og allt orðið aðeins rólegra fyrir utan þrjú smávægileg skilaverkefni í viðbót. Eg get þá slappað af og jafnvel náð að skoða allar myndirnar frá Kenya (hef ekki haft tíma í það heldur!).

Bið semsagt að heilsa í bili... Og ketlingarnir sem ég og Yann búum með biðja líka að heilsa :)

28. des. 2007

happy hollidays!

GLEÐILEG JÓL OG HAFIÐ ÁNÆGJULEGT NÝTT ÁR

Þetta er jólakortið í ár. Þar sem ég flokkast enn undir skólafólk sem hefur mest að gera fyrir jól, þá eru engin áþreifanleg jólakort send. Bara svona digital orðsendingar. Ætli maður leggist ekki í jólakortagerð í framtíðinni... eða það er allavega planið.

Nú er maður kominn heim í snjóinn og afskaplega var það nú ánægjulegt. Fyrir utan ljótan hósta, og kvef sem svo leiddi af sér eyrnabólgu í vinstra eyra þá er svooo gaman að vera komin heim. Ekkert skemmtilegra en að fara út að leika í snjónum, og svo inn að fá heitt kakó og piparkökur og máski væna flís af feitum sauð sem fjalla gekk á jólunum. Nammi namm.

Svo verður hinn póllinn á hæðinni tekinn þann 12. janúar því þá er flogið til Kenya. Enginn snjór þar... bara sól :)

Heyrumst betur síðar!