31. ágú. 2003

Today is the first day of the rest of my life!

0 DAGAR!!!

28. ágú. 2003

Brunarúst!!

Í dag eru tveir dagar þangað til ég fer út. TVEIR DAGAR! Ég er ekkert stressuð, mig hlakkar ekki einu sinni til. Ég held að ég sé sú eina sem hreinlega veit ekki að ég er að fara.
Allavegana... Bruninn á kálfanum leit ekkert sérstaklega fallega út á þrið. og ákvað mamma þá að bruna með mig beint upp á slysó. Þar sagði læknirinn að þetta væri 2. stigs bruni og fékk ég FEITAR umbúðir. Steinunn, Heiðrún og Sissa komu og sóttu mig beint upp á slysó því ég var sko á leiðinni á Foo Fighters. Hjúkkan hafði bannað mér að svitna á tónleikunum, en það var nú hægara sagt en gert í troðningnum og 50 stiga hitanum. Stóð úti í horni nánast allann tímann og horfði á. Það var uhh....sérstök upplifun.
Í dag fór ég svo í umbúðaskiptingu upp á heilsugæslu. Þar sagði hjúkkan að þetta nálgaðist það að vera 3. stigs bruni á "stöku stað", JESUS! HVAÐ NÆST, 4. Stig???! Hún setti á þetta Huge-buge gerfi-skinndrasl og ég fékk með fullt af grysjum og umbúðum "to go" fyrir Tæland. Svona án gríns þá held ég að "apotekið" mitt taki helminginn af plássinu í ferðatöskunni minni. Best að fara að pakka!

26. ágú. 2003

Foo Fighters!!

Í gær var síðasti dagurinn í­ vinnunni. Sumarið er að verða búið, öllum til mikillar furðu. Sumir byrjaðir í­ skólanum, aðrir mæta í­ vinnu og svo eru það kjánaprikin sem fara til útlanda. Steinunn til Ítalíu, Sóley til Spánar og Ég til Tælands (4 x dagar þangað til).
En núna er stefnan tekin á FOO FIGHTERS í­ kvöld. Málið er að fara í ríkið, henda í sig nokkrum bjórum og njóta tónleikanna. Það versta er að ég brenndi mig í­ vinnunni í gær á kálfanum og sé því ekki framm á að geta verið inn í miðri þvögunni, hoppandi eins og kengúra með hendur upp í loft. Það er kannski allt eins gott, Því þá kemur maður ekki út eftir tónleikana lyktandi eins og svitakokkteill.

19. ágú. 2003

Tann - PÍNA

Ég var að koma heim frá "Rífa úr mér tvo endajaxla" ferðalagi. Deyfingin er að fara svona hægt og rólega og ég er tilbúin með verkjatöflu í annari hendinni og með tvo jaxla í hinni. Það er ekki mjög svalt að sitja í stól og heyra "krrl, krakk" , þú veist, svona brak-hljóð, og finna þrýstinginn á tönninni. Bjakk. Never again!
Annars fór ég að djamma í gær. Reyndar var ég edrú en aðrir vægast sagt EKKI. Ég, Áka, Sóley, Jónas, Hadda og Gústi fórum á Players og fengum okkur bjór. Reyndar var ég á bíl þannig að ég fékk mér bara kaffi (a.k.a. versta kaffi í geiminum). Þessi fjögur fyrrnefndu fóru svo heim til Jónasar og fóru í drykkjuleik sem endaði með fyllerý. (Ég ennþá á bíl og fékk mér því bara smá bjór). Afar interesting kvöld. Kom þó heim kl. 4. En að lokum Munið : Drykkjuleikir eru Dauðans alvara!!!!

OG 11 DAGAR Í GRJÓNAGEIM

16. ágú. 2003

2 x vikur í 4 x flug

SA-WAT-DII
Í dag eru sem sagt tvær vikur þangað til ég stíg upp í flugvél og flýg á vit Ævintýranna. Þetta er ekkert lítið ferðalag því ég mun fljúga til London og stoppa þar í 8 klst. Þaðan flýg ég svo til Quatar, sem er pínulítið Moldríkt ríki við Arabísku furstadæmin. Ég er stopp þar í 14 klukkutíma. Frá Quatar flýg ég til Bangkok, ég veit ekki hvað ég verð lengi þar. Frá Bangkok flýg ég svo síðasta flugið mitt, innanlandsflug á áfangastað (sem er ekki enn kominn í ljós).
Ég er eini íslendingurinn á leiðinni þannig að Enskan verður að redda mér, ásamt kannski pínulítilli tælensku-kunnáttu sem ég er að vinna í.
Góða ferð hrönn! Takk Hrönn.
LAA-GON

Þetta kemur allt með kalda vatninu.

Munum að góðir hlutir gerlast hægt. jebb.

erað vinna í þessu

Núna vona ég að þetta komi. Plís.

Jæjja. Ég vona að þetta takist og að ég geti fiktað í þessu úti í tælandi. Ég renn hér blint í sjóinn.
Fyrir þá sem eru að hneikslast á nafninu á síðunni þá get ég sagt ykkur það að þið hafið rétt fyrir ykkur, þetta orð er ekki úr íslensku orðabókinni. Bplaa er tælenska fyrir orðið FISKUR. Þá spyrjið þið ykkur víst: En hver lætur bloggið sitt heita fiskur? Svarið er beint fyrir framan nefið á þér kæri lesandi. Hrönn Egilsdóttir, eða bara Hrönn eins og flestir þekkja hana, lætur bloggið sitt heita fiskur. Útskýring kemur seinna.
Bið að heilsa.