17. okt. 2005

Fjölskylduhúmor !?

Pabba finnst rosa sniðugt að nota vinnusímann sinn í að gera lítið úr börnunum sínum!!


Hrönn hunnybunny


Hilmar Daltonbróðir


Snorri hinn loðni

og ekki orð um það meir!
Over and out

Hrönn da bunnyhunny

13. okt. 2005

Fiskar og Rottur!

Fiskar:
Um síðustu helgi fór ég í Námsferð til Hóla þar sem starfrækt er öflug fiskalíffræðikennsla. Þar hitti ég Söndru tilvonandi ferðamálafræðing og var hún hress sem fress að venju. Einnig stúderaði ég fiska af miklum krafti á milli þess sem djús var drukkinn að hætti víkinga. Þetta var ægi mikið fjör.

Rottur:
Jú við líffræðinemar gerum jú rottukrufningar of sonna, sem fylgir jú náminu. En maður bjóst ekki við að vinna með lifandi rottu. Í Lífeðlisfræði gengur ein tilraunin út á það að rotta er svæfð, barkaþrædd og komið fyrir slöngum í hjartað o.fl. Svo vorum við að skoða blóðþrýstinginn hjá greyinu. Ef maður rakst í ákveðinn vöðva byrjaði hún að hreyfa sig (ósjálfráð "klórasér" viðbrögð) og svo gnísti hún tönnum í svefni.
Svo rafertum við taugar og klippum. Stundum hætti hún að anda, eða hjartað fór á fullt. Kennarinn hélt á tímabili að hún myndi fá hjartaáfall, en hjartstlátturinn fór hátt í 500 slög á mínútu (eðlilegur hjartsláttur er um 320 eða e-d).
Svo var tilraunin búin og littla nagdýrið hafði þjónað sínu hlutverki og fékk svefnlyfsskammt sem hefði dugað hest. Alltaf sorglegt að horfa á líf fjara út.
Jæjja fyrri mynd (sá sem var á undan þessari) fór fyrir brjóstið á fólki þannig að ég kom með eina fallega :)


Fórnarlamb vísindanna

Svona er lífið í líffræðinni, brútal og sorglegt í senn.

Jæjja verð að fara að kryfja fisk, (sem er þegar dauður).

Seeja
Hrönn villigerð.