1. des. 2007

flytja aftur?


Síðan síðasta póst var skrifað þá er allveg ýmislegt að frétta.

Í gær var svaka "deadline" í kúrsinum þar sem skila átti 3000 orða ritgerð um eitthvað sem við völdum okkur af lista fyrir nokkrum vikum síðan. Stundum á ég svakalega metnaðarfull móment... og því miður var upplifði ég einmitt slíkt móment daginn sem við áttum að velja ritgerðarefni. Ég ákvað að velja "molecular methods in marine biology", sem reyndist síðar vera þónokkur hausverkur. En nú er það búið og í tilefni þess fór ég, og nokkrir aðrir, á barinn í gær strax eftir að pappírnum var skilað inn (kl. 2). Þetta er nokkuð sem maður ætti ekki efni á að gera á Íslandinu. Planið var að fá sér einn bjór og skella sér svo heim aðeins að hvíla sig en einhvern vegin breyttist dagurinn í nótt, við spiluðum keilu, horfðum á david attenborough þátt, og drukkum bjór og rauðvín. Góð leið til að ná sér niður eftir erfiða viku :). EEeen nóg um sukk!

Ég er að flytja aftur á morgu.... "hmm, var hún ekki nýbúin að flytja" gætu sumir spurt sig... og svarið væri jú. Staðreyndin er sú að ég er núna að flytja inn í mitt fjórða hús síðan ég kom til Plymouth í enda júní (rosalega er ég búin að vera hérna lengi!). Fyrsta húsið var "summer accommodation", það næsta var 7 manna hús þar sem mér kom ekkert sérstaklega vel saman við neinn. Einn furðufuglinn var ofurtrúaði, leiðinlegi gaurinn frá nígeríu sem pissaði meira útfyrir klósettið en í það... það voru í alvöru spor frá kósettinu ef maður steig óvart í pollinn - þegar ég talaði við hann um þetta, þá var svarið "hei.. its just mans nature". Svo var hann bara hreint út sagt skrítinn... hann átti til dæmis til að koma með furðuleg komment ef maður hitti hann á ganginum. í eitt skiptið þá var það "Hi Ron (hann tala mjög hægt)... you look very tall today..." Okey... hvað á maður að segja við þessu?
Jæjja nóg um þann mann. Svo var það líka stelpan með ömurlega handabandið (rétti mér þrjá aumingjalega fingur). Svo var það bitchið sem já... var bitch!. Svo voru það fylgisveinar hennar tveir, og að lokum einn kínverskur doktorsnemi sem var líklega skársta manneskjan í húsinu til að tala við.
Flutti semsagt þaðan, í hús í sömu götu, hjá sama landeiganda. Búum 3 saman, miklu meira kósí en alls ekki fullkomið. Herbergið er tiny. Hin tvö sem ég bý með eru bæði á fjórða árí í lækninum, ein 21s árs stelpa og einn 40 gaur. Hún er soldið spes týpa og hann sérstaklega líka. Hann er rosa bitur gaur, mjög neikvæð týpa, hefur alltaf rétt fyrir sér. Já. semsagt furðulegur.

Flyt á morgun í fjórða húsið. Flott herbergi, með mínar eigin svalir, rosa homie og erum við með þaksvalir líka (ætla að taka útsýnismyndir þaðan :)). Segi frá því síðar hvernig það reynist en so far virðast allri þar vera yndislegt fólk sem ég er allveg að fíla.

ókey, aðeins að missa mig í blaðrinu hérna en það einnig að frétta að ég er líklegast komin með mastersverkefni. Í stuttu máli að rannsaka lífeðlisfræðileg áhrif loftslagsbreytinga á lífverur í sjó. Svaka spennandi og kem kannski til íslands til að taka sýni í apríl :).

Bye for now,

Ronald McDonald

P.s. myndin er af pipefish (mjög skyldur sæhesti en ekki jafn boginn). Þessi kom upp þegar við trolluðum um daginn og er ég búin að þurrka hann :)

7 Ummæli:

Þann 6:20 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Thats the spirit .
Whaur Are Ye Gaun, ma bonnie wee lass.
A fine wee lass, a bonnie wee lass, is bonnie wee Ronald McDonald.

 
Þann 1:14 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hehe.. þú ert uppáhalds líffræðinördið mitt, þurrkandi fiska.. yndisleg! hlakka SVO til að hitta þig um jólin.. tútilú

 
Þann 5:40 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ frænka var að reyna að senda þér bref frá mömmu en tókst ekki.
Mikið gaman að lesa fréttir frá þér Siggi biður að heilsa

 
Þann 9:40 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Sæl frænkutetrið mitt.
Ég var búin að skrifa heilt bréf til þín en það týndist svo ég reyni aftur. Þú verður komin með reynslu í mannlegum samskiptum áður en yfir líkur, sérstaklega ef þú heldur áfram að flytja. Heppin varstu að fá þennan flotta fisk! Sæhesturinn, frændi hans, hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðan ég kynntist honum fyrst í smábarnabók fyrir tæpum 60 árum. Ég á tvo þurrkaða og lakkaða úr Miðjarðarhafinu úr einni sólarlandaferðinni.
Ég er komin heim frá Óman sem mér finnst mjög spennandi land. Þurrt, heitt og lýjandi, mjög sérstakt fjalllendi, eins og nýskapað fyrir 800 miljón árum! Sjórinn er æðislegur og maður vaggar sér tímunum saman í öldunni og skoðar fiskana sem sem eru inní næstu öldu. Allir bara að dingla sér. Svo stökkva þeir uppúr sjónum stundum vara að gamni sínu en stundum af því hegri er að elta!

Sjámst um jólin, kveðja,

Hulda Björg

 
Þann 10:08 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Bara rúm vika þangað til þú kemur og við Snorri búin að baka súkkulaðibitakökurnar :)
Hlökkum svoooo til að fá þig heim.
Knús

 
Þann 5:14 e.h. , Blogger Yann sagði...

Voðalega er ég orðinn lélegur að kommenta. Hlakka til að sjá þig eftir fáeina daga og bið að heilsa Tony ! :)

 
Þann 11:40 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

jibbýkóla jei, þú kemur heim á morgun :)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim