31. mar. 2004

HVA!?... VERIÐ AÐ KVARTA?

Já. Kannski er það rétt að ég hafi ekki verið mjög dugleg að skrifa hérna upp á síðkastið. Satt að segja þá hef ég eiginlega mjög góða og gilda afsökun fyrir því. Ég skal útskýra þessa "afsökun" í einni setningu... Nei! Ég get meira að segja gert það í einu ORÐI.
AÐGERÐARLEYSI
Já og þar sem aðgerðarleysi hefur marga fylgikvilla (þar á meðal almenna leti) þá sá ég mér ekki fært að skrifa niður nokkrar línur fyrr en tja... núna. Hei... betra seint en aldrei. Og skárra sjaldan en drep.
(hefuru ekki séð bloggin sem hljóma svona:

30. mars
Í dag fór eg í skólann. Svo fékk ég mér að borða á mcdonalds (þetta mun vera hápunktur dagsins), Uhh... já og mig minnir að næst hafi eg farið í stærðfræðitíma en það er erfitt og leiðinlegt..... Um kvöldið voru pulsur í matinn. Mér finnst pulsa með öllu nema hráum best. En þar sem við áttum ekki tómatsósu var þetta smá vont á bragðið. Ég ryksugaði svo gólfið í stofunni fyrir mömmu og var svo heppinn að finna hundrað kall. Fór svo í tölvuna, alltað gerast sko.
Allavega síjú my blogger-reader-buddies.

31.mars
Í dag fór ég í skólann. Ég þurfti að byrja að skafa af bílnum. Það var líkamlegt erfiði....................)

You get my point

Svona hefði þetta hljómað... susssussuss. Við viljum nú ekki að það gerist eða hvað?
Nú er ég ennþá atvinnulaus.... sé þó fram á bjartari tíð í þeim efnum. Þegar mamma loksins reif mig upp úr þunglyndinu, tók í hnakkadrambið á mér og skellti mér fyrir framan tölvuna á harðann koll. Svo skipaði hun mér að pikka inn stafina J-O-B-.-I-S og hundskast til að leita að einhverju sem hægt er að kalla atvinnu. (Svona harðræði þarf maður að lifa við)
Í stuttu máli... það horfir til betra veðurs. Tíðar með nýjum og spennandi tækifærum og saurlifnaði. (what more need I ask for?)

Annars er það að frétta að ég fór að djamma um daginn.... það endaði auðvitað bara á einn veg. Þ.e. með ölæði, tilheyrandi saurlifnaði, rugli og bulli.
Þetta mun nota bene vera soldið ýkt but you get the picture.

Okey. orðið nógu langt. Endilega verið í bandi og svo minni ég á söfnunarreikning minn hjá Íslandsbanka 547-26-801483
kt. 140483-5919

Lagon.. me darling


19. mar. 2004

Akureyri formáli

jú kannski rétt að nefna að þarna erum við að tala um Sigrúnu, Kalla, heiðu og Arnar sem voru í slagtogi með mér.

Ok... svo það sé á hreynu............

Akureyri

Já skellti maður sér ekki bara til Stórborgarinnar Akureyri síðustu helgi. Ójú það er rétt. Farið var í skíðaferð á jebbakagganum hans Arnars Felixixar og leit færið ekki vel út. Alla leiðina sá maður varla klípu af snjó. Og svo þegar maður loksins kom til Akureyrar og leit upp í hlíðarfjallið... Tja... Það var nú ekki fallegt. Hálfsnjólaust og ljótt.

Það var ekkert annað að gera en að drekka. Ég meina.. var eitthvað annað að gera. Jú tjalda. Ég og Heiða hentum upp tjaldi og eftir djammið þá var bara skriðið inní tjald. Köld en jafnframt ódýr gisting það!
Næsta dag komst maður á brettið. Fyrst komst ég að því að orka líkama míns... er jú ekki mikil. Við ættluðum að labba upp á fjall til að komast í snjóinn en.. já.. við skulum bara segja að það tók mig svita blóð, tár og viljastyrk í meira lagi..
En svo tóku vélsleðarnir við og svo snjóbílarnir.... Massað í meira lagi.
Og svo var brettað.
Og svo var drukkið
Og svo var sofið í tjaldi
og svo var vaknað í skítakulda hjá einhverri blokk á Akureyri í tjaldi.
Og svo var keyrt til siglufjarðar.
Og svo var brettað.
og svo var keyrt heim til Kópavogsins.

Ekkert slæmt að segja um þessa ferð. Annað en ég er nokkrum þúsund köllum fátækari og þar með er ég komin í XXXXXXxXX í mínus.
Mai ben rai.
Við erum að horfa upp á SEINNITÍMAVANDAMÁL
Party on.

Hronn

10. mar. 2004

HA HA... EG ELDA MAT NAMMI

Já. Þeir sem þekkja mig segja örugglega: HAH.. Hrönn elda... Fyrr frýs nú í helvíti! En viti menn. Kraftaverkin gerast. Í dag eldaði ég Kao Pad Saparot (Fried rice with pineapple) og Pad Tai (Fried noodles). Ég verð nú að segja ad Þetta var ekki allveg allveg eins og í Thailand but close enough. HAHAHA... kraftaverkin gerast á Ísland. Ég eldaði.

En hvað um það. Já ég varð veik þarna stuttu eftir að ég kom heim. Ég kenni um veðrinu, og mattnum auðvitað (ekki mínum mat sko). Fólk hefur væntanlega tekið eftir því að ekki hefur sést í sólu síðastliðna viku (semsagt síðan ég kom heim hef ég ekki séð sólina) RIGNING OG ROK RIGNING OG ROK... og ef guð ákveður skyndilega ad hafa fjölbreytni í veðrinu á Íslandi............. þá er hann djarfur og skellir á landið STORMI. Svona er Ísland í dag. Rétt upp hend ef þú vilt flýja land. Ég skal koma með.

Þannig að ef einhver vill hafa samband þá er ég undir sæng í holu sem heitir kársnesbraut 127 og hef gamla gemsann á mér. Opið er fyrir símann alla virka daga frá 12 (hádegi) til 12 (miðnætti). Nei Nei bara djóka... en samt ekki hringja á ókristilegum tíma takk.

Heyrðu.. Ég ættla að fara að vinna í því að byggja upp líf mitt hérna á Íslandi (jebb..Ég á ekkert líf hérna). Maður er hálf atvinnulaus og ekki læt ég sjá mig í skólanum. hnuss.

frammhald....uhh seinna.

Takk og bless.

8. mar. 2004

MENNINGAR-KKOJS

Eg get ekki sagt mjog mikid nuna tegar eg er komin aftur a klakan.. Ævintýrin eru ekki á hverju strái.... en eg get nu lyst cultursjokkinu og lelegri adlogunarhæfni minni.

-Í fyrsta lagi þá er eg desperat ad reyna að nota Íslenska stafi aftur en ekki láta ykkur bregda þó ad tetta er svona mest með "Óíslenskri skrift"... Ég er bara svo vön ad geta ekki skrifað á og Í og ð og þ og jósep og petur meiga vita hvad.
-Svo er það nu maturinn... NEWSFLASH : 'iSLENSKUR MATUR ER VONDUR! og ég stend við Þá fullyrðingu þangað til éinhver eldar handar mér eitthvað hér á Íslandi sem ég get med góðri samvisku sagt ad sé Bragðgott. Fyrr frýs líklega i helvíti.
Mamma... tetta er ekki bögg á þína eldamensku... hún er sú besta á Íslandi.. en.... tja.. Thai food..same same... best food!
.....ókey... frammhald á morgun....

SPENNANDI EAY?

3. mar. 2004

Mér er svoooooo kalt!

bbbRRRRR.. ætli maður sé ekki kominn aftur.
i kuldann
og vosbud
og allveg jafn hvitur og madur var
Ferdin min var svona- Hat yai
flug (2 klst)
bid (9 klst) singapour
flug (15 klst) (hlidina feitum kalli sem gaf mer ekkert airspace)
bid (10 klst) london
og svo flug heim i 3 klst.

Eg er semsagt lent. Seeja leiter men.
(eg trui ekki ad eg se ad skrifa tetta)