Octopush

Eitt sem HÍ hefur ekki, en Háskólinn í Plymouth hefur eru ýmis fjölbreytileg félög og klúbbar. Sem dæmi um félög má nefna "against the war" félagið, "fairtrade" félagið, Hugleiðslufélagið, Juggling, Bjórfélagið og mörg, mörg önnur! Klúbbar eru einnig mjög áberandi. Meðal þeirra er að finna Kvenna og karla rugby, Crikket (hvað annað), Paintball, Snekkju-klúbbur (ekki djók), Skylmingar, Súludans og síðast en ekki síst Octopush. Mig langaði nú að nýta tækifærið meðan maður er hér og gera eitthvað silly... fann hina fullkomnu silly-íþrótt fyrir mig, Octopush... SO I SAID: "SIGN ME UP". Fyrir þá sem ekki vita (og mig grunar að það séu meira eða minna allir sem hugsanlega gætu villst inná þetta blogg) þá er octopush svokallað "underwater hockey". Hmmm... hvernig virkar það. Get ekki sagt að ég þekki vel til þessarar íþróttar en í stuttu máli þá er maður með froskalappir, litla kylfu, snorkl, og kafaragrímu, og maður á að nota litlu kylfurnar til að slá Pökk. Bara fyndið og mun ég eyða sunnudagskvöldum í sundlauginni. Er svo að velta fyrir mér að skrá mig í badminton liðið.. góð alhliða, og skemmtileg hreyfing þar. Ekki nóg með þetta þá eru köfunarferðir farnar á hverjum miðvikudegi og kostar alls tvö pund að fara með í þær... með öllum búnaði!!!
Fyrir þá sem vilja kynna sér furðulega fjölbreyttu möguleikana sem nemendafélagið hér úti býður uppá þá eru slóðir hér að neðan:
- Félög
- Klúbbar
Ég segi að HÍ eigi að taka sér breska Háskólamenningu til fyrirmyndar og reyna að stofna klúbba... sem auðvelda stúdentum að stunda íþróttir, ódýrt og í góðum félagsskap!
Aðrar fréttir af mér: Er byrjuð í skólanum loksins og held að ég eigi bara eftir að læra heilmikið, og skemmta mér vel á meðan ég er stödd hér í Plymouth. Nú þarf ég að fara að vinna að verkefni og segi því yfir og út!
6 Ummæli:
Töff. Hjá Heiðu er líka Underwater rugby. Ég segi kondu með þessa íþrótt til Íslands og stofnum landslið!!
Alger snilld!!
Ef þetta er gaman þá er allveg málið að spila í landsliði íslands. Þetta er líka svo lítill íþróttaheimur að við kæmumst örugglega á heimsmeistaramótið!
Spennandi að fylgjast með þessu!
Sæl elsku Hrönn
Smá kveðja frá frænku. Ég er með síðuna þína tengda svo ég kíki af og til. Nú er ég búin að meðtaka að þú ert í Plymouth (en ekki Glascow eða einhvers staðar??)
Ég er á Akureyri fram í miðjan okt.-
mæti í afmæli hjá Vöku þann 14. en verður 1 árs 10. okt.
Svo er ég að fara í fuglaskoðunar- og menningarfeð til Óman í nóvember og keypti mér af því tilefni rándýran Leica kíki.
Meira síðar, kveðja, Hulda Björg
Guð það er svo gaman að svona íþróttum, væri alveg til í að sjá octopush hér á landi :)
Það er ekki laust við að mar sakni þín úr öskjunni elskan mín, heyrumst :)
Guð það er svo gaman að svona íþróttum, væri alveg til í að sjá octopush hér á landi :)
Það er ekki laust við að mar sakni þín úr öskjunni elskan mín, heyrumst :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim