Cornwall skagi og Basket sharks!
Yann (sem varð 28 ára 4. September síðastliðinn - jibbí gamli) er farinn heim til Íslands að uppgötva alla sjaldgæfu flækingana sem ættu að hafa komið til landsins síðustu vikur og sit ég eftir með sárt ennið í Englandinu. Ég saknaði Íslands fyrst daginn sem Yann fór, 5. september síðastliðinn. Ekki einungis var Yann að fara heldur átti hin frábæra móðir mín hálfrar aldar afmæli sama dag. Ég segi nú bara Thank God for Skype!, þar sem ég gat óskað henni til hamingju með afmælið face to face. Fyrir fjölskyldunni er maður orðinn digital vera sem birtist stöku sinnum á kvöldin og talar. Rétt fyrir jól ætti svo að poppa upp vera sem er allveg eins og þessi digital, nema allvöru flesk og bein. Ooookey, carry on...

Ég og Yann tókum smá túr um Cornwall skaga sem er sá hluti af Englandi sem kemst næst því að vera Trópískur. Þar má finna fjöldann allann af fallegum ströndum þar sem brimbrettafólk hangir dögum saman, og sólskeikjur líka. Fórum í sjávardýrasafnið í Plymouth sem er það stærsta í UK og er fyrsta myndin tekin þar þegar maður átti að horfa á þríviddarmynd með þrívíddargleraugu. Auðvitað bjóst maður við því að sjá hákarla synda fram hjá sér og skemmtilegt... en neeeeii... þeir ákváðu að hafa þrívíddarmyndina um arkítektúr í sjó, framtíðarsýn. Mér finnst það eyðsla á þrívíddarbíó... ég Vil Hákarla sem koma í áttina að mér og gleypa mig... og Hvali! Fyrir utan hin miklu vonbrigði með þrívíddiarbíóið þá var þessi svaka skemmtilegt að labba um svæðið og skoða stóru tankana, sem og littlu.

Við Yann eigum ekkert sérstaklega mörg sameiginleg áhugamál en bæði elskuðum við þátt sem var í sjónvarpinu fyrir nokkru síðan, Doc Martin! Þessi þáttur var að miklu leiti tekinn upp í bæ á norður-Cornwall sem heitir Port Isaac og var tókum við bíl á leigu og brunuðum í heimsókn. Dr. Martin var ekki heima hjá sér (littla gráa húsið vinstra megin við stóra gráa húsið, hægra megin við miðju) en þess í stað var búið að setja upp skilti sem á stóð vinsamleg ábending um að það ætti í raun fólk heima í þessu húsi, og því þætti vænt um að túristar (eins og við) værum ekk að kíkja innum gluggana á húsinu, innanstokksmunir hússins væru ekki notaðir við gerð þáttarins. Við hlýddum því.

Varla þarf ég að minna fólk á að í Englandi er keyrt vitlausu megin. Ég mátti ekki keyra bílinn þar sem við hefðum þurft að borga himinháar tryggingar þar sem ég réttilega flokkuð sem unglamb við stýri :).
Yann tók að sér bílstjórahlutverkið og stóð sig með mikilli prýði, keyrði ekki niður neinar ruslatunnur (eins og síðast þegar hann ók bíl í Skotlandi) og bara örfáum sinnum á kanntinn á veginum. Ég varð nottla að stelast til að keyra bílinn þar sem ég er jú local. Það er skemmst frá því að segja að Yanna fannst ökulag mitt ekki hæfa dömu. Ég er því fullkomlega ósammála... Ég rakst einstaka sinnum í runna en það er bara eðlilegt í Englandi... Maður á að keyra á runna... its the law... maybe.

Svo var gripið í hinn Klassíska Breska skyndibitamat. Hér að ofan má sjá hárug hné og ofaná þeim situr góssið: Franskar (chips) með osti (cheese) og brúnni sósu (gravy). Jummý jummý segi ég bara.
Meira síðar.
----
Setti myndir inná myndasíðuna mína. Bæði í "Plymouth_traveling" og "Animals" möppurnar
3 Ummæli:
Hljómar allt voðalega spennandi, nema maturinn, yuck, maður fær nánast kransæðastíflu af því að horfa á þetta...
Mmmmm góði breski maturinn. Toppar allt! :)
Eitthvað er hljóðið í honum Yanna mínum öðruvísi en vanalega. Hvað varð um alla neikvæðnina i garð UK.. sérstaklega matarinns?
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim