Vafasömu snyrtivörurnar

Ætli einn mesti lygari í heimi sé ekki snyrtivörubransinn. Ég fór að pæla í þessu um daginn eftir að ég sá auglýsingu í sjónvarpinu um andlitskrem með "intelligent molicules". Mér fannst þetta athyglisverð fullyrðing þar sem hingað til hafa andlitskrem ekki hugsað mikið... og vona ég að gáfuð andlitskrem eru ekki það sem koma skal.
Annað krem sem ég sá auglýst á Íslandi á sínum tíma (jú ég átti einu sinni heima þar) var sagt hafa frumufjölgandi áhrif. Bíddu bíddu bíddu... vill maður bera á sig krem sem hefur frumufjölgandi áhrif? Ég held ekki! Hversu heimskulega myndi það hljóma þegar maður segði krabbameinslækninum sínum frá hugsanlegum orsökum húðæxlisins. Nei takk, ef ég væri sérstaklega áhugasöm um húðæxli, þá ætla ég að gömlu "góðu" ljósabekkirnir væru nógu góð lausn.
Fullyrðingar um maskara eru ekki mikið gáfulegri en það sem finna má um krem. Til dæmis sú algenga fullyrðing um að þeir lengi augnhárin er soldið kjánaleg. Ég efast um að það er að finna hárlengingu í maskara-burstanum. Nei, maskari er bara svartur litur... mismunandi þykkur og klístraður, en svartur litur samt sem áður.
Orðið "náttúrulegt" er mjög vafasamt orð. Best er að leiða hugann að nokkrum náttúrulegum efnum. Ætli leðurblökukúkkur flokkist ekki undir "náttúrulegt efni". Geri líka ráð fyrir að eitrið sem svarta ekkjan notar til að myrða bráð sína flokkist undir "náttúrulegt efni". Hmm, hvað með plöntur? Brenninettlan hefur náttúrulegt brennandi efni. Ekki má borða jólastjörnuna á jólunum, "en hún er náttúruleg" mætti segja... en mamma segir samt nei! Ég ætla mér ekki að bera sítrónusafa framaní mig, Jafnvel þó hann sé náttúrulegur.
Ætli það sé ekki fullt af öðurm vafasömum fullyrðingum sem koma frá snyrtivörubransanum og ef einhver man eftir einhverju sniðugu (nú geri ég ráð fyrir að fólk í raun og veru lesi þetta blogg en það þarf jú ekki að vera raunin) þá má allveg deila því með því að setja inn athugasemd.
Að lokum... Af hverju tala snyrtivörur alltaf frönsku... Eau de toilette?... á klósettinu? Þessir snyrtivöruframleiðendur bulla bara endalaust í okkur.
2 Ummæli:
Heyr, heyr. Það má nefna hrukkukremin ótrúlegu (andlitslyfting í krukku hehe), kremin sem vinna á appelsínuhúð ???
En það ku vera gott að láta náttúrulegar gúrkusneiðar liggja á þreyttu andliti og augum og svo er ólífuolían allra meina bót :)
ahahahah góð!
Svona er sannleikurinn... er ekki allra meina bót að borða fjölbreytt, í hófi, drekka vatn og hreyfa sig?! þetta veit maður en gerir af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ekki heldur borðar bara mikið og einhæft og nennir ekki að hreyfa sig :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim