18. ágú. 2007

Á internet-cafe


Ég fór í grímubúningaparty um daginn... Í víkingabúning (mamma, þeir áttu ekki víkingahjálma með engum hornum en ég hafði sérstaklega fyrir því að nefna við örfáa partý-gesti að víkingahjálmar væru ekki með horn í raun og veru). Það var auðvitað ansi gaman og er ég sammála partýhaldaranum (Nova) um að það eru aldrei nógu mörg tækifæri til að dressa sig upp eins og vitleysingur. Auðvitað var þetta svakalega skemmtilegt party og það toppaði allt að kærasti Novu er kokkur og bjó til þvílíkar kræsingar... Ætli ég hafi ekki helst minnt á Dr. Zoidberg (Futurama) við matarborðið. Hefði verið fullkomið að klæðast Dr.Zoidberg- búning. Set inn fleiri myndir á myndasíðuna mína við tækifæri.
Ég flyt 29. Ágúst í hið nýja húsnæði (get ekki beðið). Ég er komin með afskaplega mikið leið á landlordinum mínum. Hann er alltaf á staðnum og í morgun labbaði hann næstum inná mig í sturtu (það er ekki lás á sturtuhurðinni...bara skilti sem stendur vaicant / in use). Ég sá hurðina bara opnast og rétt náði að hrópa HEI HEI HEI! Hann vill ekki hafa lás á hurðinni ef það skyldi verða eldsvoði... come on.. take your chances.

Myndirnar hér að neðan eru úr felti sem ég fór í í vikunni. (í í hehehe)
Æðislega fallegur staður á Norður-Cornwall skaga. Líffræðilega ömurleg klettafjara þar sem lítið var að vinna en fullkomlega þess virði fyrir mig (túristan) að skoða svæðið. Umhverfið þarna í kring er talið vera sá staður sem Kastali Arthurs Konung hafi verið og eru kastalarústir allt í kring. Ætli maður fari ekki með mömmu þangað þegar hún kemur í heimsókn :)

Greinilegt að það er ekki hættulaust að vinna sem líffræðingur í Bretlandi. Þetta skilti var á leiðini niður í víkina sem sýnd er að ofan.
Ég að rannsaka hið flókna og margbreytilega umhverfi fjörunnar. Bak við mig sést ekki í brimbrettafólk... en það er þarna samt.
Jæjja Yann. Eru þetta hláturmáfar. Ég held það af því það eru þvílíku lætin í máfunum hérna að stundum er varla hægt að ræða saman. Minna mig soldið á froskana á regntímabilinu í Tælandi. Náttúruleg hávaðameingun :).

Bið að heilsa í bili.

P.s. Ég hef ekkert á móti máfum eða froskum... bara silfurskottum og slíku.

4 Ummæli:

Þann 3:23 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir að uppfræða liðið aðeins Hrönn mín, ekki veitir af. Bévítans hornin alltaf hreint. Það er ótrúlega fallegt þarna og já takk, ég er sko til í að koma til þín í heimsókn og skoða klettavíkur og kastala.
Kveðja frá Snorra sem var að hlaupa 10km í Reykjavíkurmaraþoni í morgun.
Menningarnótt á fullu og við á leið á tónleika.
Knús

 
Þann 10:10 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ekki gott að heyra þetta með Landlortinn Hrönn mín. Hilmar segir að þú eigir að fá þér hafnarboltakylfu. Týpiskt fyrir hann, það vantar allt finesse. Ég segi að krikkettspaði sé mun hentugri og enskari.

 
Þann 3:03 e.h. , Blogger Hrönn sagði...

Verð að hrósa Snorra fyrir þetta mikla afrek... ættli ég hefði ekki verið sköfuð upp af götunni með kíttíspaða á fyrrihluta leiðarinnar, ef ég hefði reynt slíkt. Verð nú að taka það fram að ég fer reglulega í ræktina hér... eða pínu óregglulega, en fer samt.

 
Þann 4:13 e.h. , Blogger Hrönn sagði...

Svona til útskýringar þá er neðsta myndin á síðasta bloggi (tunglið) tekin þegar byrjað var að rökkva. Þetta er ekki sól og tungl heldur tvö tungl (væntanlega sama tunglið) sem birtust þegar ég tók mynd útum gluggann á herberginu mínu. Endurspeiglun :)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim