9. ágú. 2007

Krikket








Það sem ég geri nú er að skrifa blogg heima í minni tölvu og færa það svo yfir á tölvuna í vinnunni (nettengd) og smella því á bloggið mitt. Gott og blessað er það.

Það sem hefur verið ofarlega á dagskránni síðustu daga er krikket! Þetta er ein af mörgum íþróttum sem ekki hefur náð fótfestu á frónni og því kunni undirritaður ekki boffs né bollu. Undirritaður vissi ekki einu sinni hvort ad krikketvöllur væri ferhyrndur eða kringlóttur (hann er í raun sívalur (held ég það kallist)). Ekki eru þó allir krikketspilarar sem kunna allar reglurnar þar sem reglubókin er víst þykkari en

biblían (týpiskir upper-class bretar). Í dag er ég orðin ein helsta krikketstjarna MBA. Nei, ég lýg. En þó ég sé ekki stjarna þá hef ég fengið það hlutverk að hlaupa í skarðið þegar vantar liðsmann og hef ég staðið mig með prýði vil ég halda. Í tilefni þessa þá vil ég smella inn örfáum myndum.



Þeir sem hafa lesið fyrri pistla ættu að minnast gámaskipsins Napoli sem strandaði í janúar síðast liðinn ekki langt frá Plymouth. Það gekk á endanum að sprengja skipið í tvo hluta og fóru ég og Pippa á staðin til að gera frekari könnun á lífríkinu í kjölfar aukinnar olíumengunar. Sem betur fer virðist þetta slys ekki hafa haft eins mikil áhrif og menn gerðu ráð fyrir (ennþá allavega). Hér eru myndir frá slysstað:


Annars er ég að fara í fancy-dress partý hjá Novu sem er stelpan sem stendur við hliðina á mér á myndinni af krikketliðinu. Hún átti 33 ára afmæli um daginn. Fínu fötin eru í raun grímubúningur og er þemað hetjur! Ég ákvað af minni einskæru þjóðrækni að vera Hallgerður Langbrók. Bæði langaði mig í víkingabúning, og svo á ég eftir að hafa gaman að því að láta Bretana endurtaka nafn hetjunnar minnar. Trúið mér það eru nógu mikil vandkvæði sem fylgja orðinu Hrönn! Verið er að gera tilraun með Ronny.

Í lokin vil ég segja stutta sögu af týpiskri enskri kurteisi sem getur verið furðuleg. Ég var að tala í símann við símafyrirtækið mitt hér (Orange) og var það stelpa með sterkann

útlenskan hreim sem ég talaði við. Eftir langt og erfitt samtal þar sem við vorum hvorugar að skilja hvora aðra þá endar hún með setningunni: Thank you very much for calling us at the Orange-service and I want to thank you for your understanding and support. Hvaða understanding og hvaða support??
Ég skildi ekki upp né niður í grey stúlkunni…

Gott í bili!
Nýbúi bretlands

10 Ummæli:

Þann 8:11 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Eg a eftir ad skrifa vid myndirnar hvad er hvad... i vinnunni hefur madur ekki svo mikinn tima :)

 
Þann 10:07 f.h. , Blogger sindri sagði...

"Ronny" Snilld að þú sért komin í krikketlið. Þú verður svo að kenna okkur þessa fornfrægu íþrótt þegar þú kemur á Fróna. Við getum þá kannski í bíttum kennt þér frisbee ;)

 
Þann 11:42 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

stofnum svo landslið í krikketi þegar þú kemur heim. pant vera með!!

Þú stendur þig vel ronny

 
Þann 2:23 e.h. , Blogger Gaui sagði...

Já verður að kenna okkur krikket þegar heim er komið. Verður samt að snúa þessum bretum og kenna þeim alvöru íþróttir eins og hacky sack!

 
Þann 7:51 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hvað varð um lolitu, var það ekki móðins á spáni? Familiían á Hrbr1 saknar þín.. skype fljótlega bella.. mússí múss hrönnsí :)

 
Þann 3:44 e.h. , Blogger Yann sagði...

Hvernig fór svo grímubúningateitið? :) Sá í gær Mola mola nokkra metra frá bátnum út á ballarhafi, nokkuð töff!

 
Þann 8:09 f.h. , Blogger Hrönn sagði...

Ja. Planid er reyndar ad fara i frisbee i hadegishlem her i MBA tannig ad vonandi verd eg betri i tvi vid heimkomu lika.

Svo er eg gedveikt abbo uti Yanna ad sja mola mola... mig hefur alltaf langad ad sja hann og profa ad kafa med honum!

Lolita???... who?

 
Þann 6:35 e.h. , Blogger Unknown sagði...

flott, ég öfunda þig.. mig langar til útlanda

heyrðu já, emillinn minn er hilmaroe@gmail.com
lúv and kisses
Hilmar

 
Þann 9:46 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvað er Moli moli ????

 
Þann 8:36 f.h. , Blogger Hrönn sagði...

Ohh mamma... thu ert algjor... Allir vita ad MolA mola er fiskur, tunglfiskur.

http://bigpicture.typepad.com/writing/mola_mola.jpg

Ogo flott kvikindi!!!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim