26. ágú. 2003

Foo Fighters!!

Í gær var síðasti dagurinn í­ vinnunni. Sumarið er að verða búið, öllum til mikillar furðu. Sumir byrjaðir í­ skólanum, aðrir mæta í­ vinnu og svo eru það kjánaprikin sem fara til útlanda. Steinunn til Ítalíu, Sóley til Spánar og Ég til Tælands (4 x dagar þangað til).
En núna er stefnan tekin á FOO FIGHTERS í­ kvöld. Málið er að fara í ríkið, henda í sig nokkrum bjórum og njóta tónleikanna. Það versta er að ég brenndi mig í­ vinnunni í gær á kálfanum og sé því ekki framm á að geta verið inn í miðri þvögunni, hoppandi eins og kengúra með hendur upp í loft. Það er kannski allt eins gott, Því þá kemur maður ekki út eftir tónleikana lyktandi eins og svitakokkteill.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim