Brunarúst!!
Í dag eru tveir dagar þangað til ég fer út. TVEIR DAGAR! Ég er ekkert stressuð, mig hlakkar ekki einu sinni til. Ég held að ég sé sú eina sem hreinlega veit ekki að ég er að fara.
Allavegana... Bruninn á kálfanum leit ekkert sérstaklega fallega út á þrið. og ákvað mamma þá að bruna með mig beint upp á slysó. Þar sagði læknirinn að þetta væri 2. stigs bruni og fékk ég FEITAR umbúðir. Steinunn, Heiðrún og Sissa komu og sóttu mig beint upp á slysó því ég var sko á leiðinni á Foo Fighters. Hjúkkan hafði bannað mér að svitna á tónleikunum, en það var nú hægara sagt en gert í troðningnum og 50 stiga hitanum. Stóð úti í horni nánast allann tímann og horfði á. Það var uhh....sérstök upplifun.
Í dag fór ég svo í umbúðaskiptingu upp á heilsugæslu. Þar sagði hjúkkan að þetta nálgaðist það að vera 3. stigs bruni á "stöku stað", JESUS! HVAÐ NÆST, 4. Stig???! Hún setti á þetta Huge-buge gerfi-skinndrasl og ég fékk með fullt af grysjum og umbúðum "to go" fyrir Tæland. Svona án gríns þá held ég að "apotekið" mitt taki helminginn af plássinu í ferðatöskunni minni. Best að fara að pakka!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim