Fancy a Plym-beating?
Mér var sagt að Plymouth væri frekar örugg borg þegar ég flutti hingað. Enskar borgir virðast hins vegar vera allt annað en öruggar. Það er allveg merkilega mikið af "gengjum" útum allt. Allt frá því að vera unglingar sem hafa (vegna þess hve erfitt er að fá vinnu) ekkert annað að gera en að hanga allann daginn og vera í gengi (sérstaklega þegar frí er í skólanum). "The Youth" er neikvætt hugtak og má reglulega heyra í útvarpinu fréttir þar sem setningin "the youth of England" kemur við sögu.
Ég flutti í nýtt húsnæði fyrir ekki svo löngu og í hverfi sem á að vera frekar öruggt. Ekki virðist svo vera þar sem við höfum fengið tvö bréf frá löggunni inn um bréfalúguna (á einum og hálfum mánuði) þar sem sagt er frá árás sem átti sér stað mjög nálægt og hvort einhver hafi orðið vitni að þessum atburði. If so, please contact Plymouth police.
Ekki nóg með það heldur býr Nova, vinnufélagi og kannski verðandi leiðbeinandi í götu rétt hjá minni. Kærastinn hennar er kokkur sem vinnur mjög mikið og eyðir stórum hluta peningana í bíla (þau keyptu scoopy doo camper van fyrir tveim vikum... ótrúlega flottur, en það er annað mál). Hann varð fyrir árás þegar hann var að fara inní bílinn sinn í götunni hennar Novu. Maður settist inn í aftursætið og byrjaði að kyrkja hann með belti. Voru þetta í raun sex menn og var hann barinn út á götu með hafnaboltakylfu og öðrum vopnum. Það litla sem hann man er að þeir hlógu á meðan hann var barinn og einhver þeirra sagði: "Hver sem á svona flottann bíl á skilið að vera barinn". Slagsmálin enduðu með því að hann var kyrktur þangað til hann missti meðvitund og man ekki meir.... á endanum náði hann að skríða að hurðinni hennar Novu og banka.
Svona random-árásir virðast vera frekar algengar. Nokkrar svipaðar árásir áttu sér stað í sömu viku og er haldið að sömu aðilar hafi verið á ferð. Maður getur rétt ýmyndað sér umfjöllunina sem ætti sér stað á Íslandi um svipaða árás en þetta er ekki eitthvað sem fær neina umfjöllun í Local-Plymouth blaðinu. (fólksfjöldi í Plymouth er mjög svipaður og á Íslandi).
Í kjölfar þessara sífeldur árásarfrétta þá hef ég ákveðið að ala ekki upp börnin mín (sem eru ekki til ennþá) í Plymouth. Og hananú. Og ég lofa að vera ekki ein á ferli eftir myrkur mamma mín:)
Annars fór ég í 6 tíma göngu á laugardaginn síðastliðinn og fylgja myndir frá því með þessu vafasama bloggi.


5 Ummæli:
Takk fyrir það elskan, treysti því að þú sért ekki ein að þvælast í myrkrinu þarna í Sódómu og Gómorru Suður-Englands.
En þetta með kyrkta kærastann hennar Novu, hvernig finnst henni að vera með afturgöngu??? (Fliss!)
Okok, smá nastý, en þú þekkir smámunasemina, sko: kyrkja = kæfa, drepa með því að herða að öndunarfærunum. Semsé kyrktur maður er dauður maður. (Gat ekki á mér setið hehe)
jesus bobby... passaðu þig á bófunum og ribböldunum þarna.. annars ertu svo fáránlega mikill nagli svo þeir þora ekki í þig ;) annars verð ég í landinu þínu 5-9nóv í manchester.. leo biður að heilsa (sem er btw lasinn).. tútilú
Hei mamma.. Hann missti meðvitund. Mér finnst kyrkja hæfa ágætlega. Líka leiðinlegt að lýsa kyrkingunni þar sem ég veit ekki um neitt orð sem getur lýst þessu jafn vel :).
Hehe.. bara ef Leo væri hér.. þá myndi hann vernda mann hehe.
ÚuU.. manchester!! Heyri í þér betur með það.. hvað þú verður að gera og sonna:)
Svona eru þessir málfarsfasistar. Ef þú hefðir skrifað að vísindamenn í Plymouth segðu að heimmsendir væri eftir 10 daga myndi hún mamma þín skrifa til baka að heimsendir væri nú skrifað með einu emmi en ekki tveim!
Hahaha!! Elsku mamma snillingur. Get ekki kvartað... hver hefur leiðrétt hverja einustu ritgerð sem ég hef skrifað um ævina??? og svo getur maður alltaf treyst öllu sem hún segir... gangandi alfræði- og stafsetninga- orðabók
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim