2. okt. 2007

Upp ánna Erme


Síðastliðinn laugardag bauð John Bishop sem sér um MRes kúrsinn mér og Catarinu (portúgalskri stelpu sem einnig er í MRes kúrsinum) með í bátaferð. Einnig fór með Chris sem vinnur sem tæknimaður uppí MBA, og auðvitað bátaeigandinn sjálfur, Dick, góðvinur Johns. Við þáðum þetta boð jafnvel með því skilyrði að við þyrftum að vakna 5 um morguninn. Ástæðan fyrir því var sú að rétt um kl 8 yrði háflóð og var planið að láta flóðið fleyta bátnum upp á (Erme). Þetta var eitt hæsta flóð ársins og því eitt af fáum tækifærum til að halda uppí þessa ferð. Eru haustlitirnir farnir að láta sjá sig og var það ekkert verra.



Eins og venjulega þá má finna fleiri myndir frá þessari ferð inná myndasíðunni minni. Ekki voru nema örfáar myndir sem heppnuðust almennilega þar sem mikið rökkur var fyrri hluta ferðarinnnar og því mikið af hreyfðum myndum.

3 Ummæli:

Þann 3:47 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Öfunda þig, öfunda þig! Frábært að fá að upplifa svona. Er að reyna að rifja upp hvaða mynd var tekin í húsinu sem þú talar um, man vel eftir því en man ekki hvaða saga/mynd.

 
Þann 4:02 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Búin að finna það, Sense and sensibility, saga Jane Austin, leikstj.Ang Lee. Svaka fín mynd, mæli með henni.
Sýnishorn af YouTube:
http://www.youtube.com/watch?v=eb6cEPAv7zA

 
Þann 10:38 e.h. , Blogger Hrönn sagði...

Jebb Sense and sensibility varð það! Nú man ég :). Allveg magnaður staður. Flottir haustlitir :)... og komin sama lykt í loftið og ég man svo vel eftir síðan við familían bjuggum í london fyrir (shitt) 18 árum! Uppáhalds lyktin mín:)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim