10. mar. 2004

HA HA... EG ELDA MAT NAMMI

Já. Þeir sem þekkja mig segja örugglega: HAH.. Hrönn elda... Fyrr frýs nú í helvíti! En viti menn. Kraftaverkin gerast. Í dag eldaði ég Kao Pad Saparot (Fried rice with pineapple) og Pad Tai (Fried noodles). Ég verð nú að segja ad Þetta var ekki allveg allveg eins og í Thailand but close enough. HAHAHA... kraftaverkin gerast á Ísland. Ég eldaði.

En hvað um það. Já ég varð veik þarna stuttu eftir að ég kom heim. Ég kenni um veðrinu, og mattnum auðvitað (ekki mínum mat sko). Fólk hefur væntanlega tekið eftir því að ekki hefur sést í sólu síðastliðna viku (semsagt síðan ég kom heim hef ég ekki séð sólina) RIGNING OG ROK RIGNING OG ROK... og ef guð ákveður skyndilega ad hafa fjölbreytni í veðrinu á Íslandi............. þá er hann djarfur og skellir á landið STORMI. Svona er Ísland í dag. Rétt upp hend ef þú vilt flýja land. Ég skal koma með.

Þannig að ef einhver vill hafa samband þá er ég undir sæng í holu sem heitir kársnesbraut 127 og hef gamla gemsann á mér. Opið er fyrir símann alla virka daga frá 12 (hádegi) til 12 (miðnætti). Nei Nei bara djóka... en samt ekki hringja á ókristilegum tíma takk.

Heyrðu.. Ég ættla að fara að vinna í því að byggja upp líf mitt hérna á Íslandi (jebb..Ég á ekkert líf hérna). Maður er hálf atvinnulaus og ekki læt ég sjá mig í skólanum. hnuss.

frammhald....uhh seinna.

Takk og bless.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim