Fiskar og Rottur!
Fiskar:
Um síðustu helgi fór ég í Námsferð til Hóla þar sem starfrækt er öflug fiskalíffræðikennsla. Þar hitti ég Söndru tilvonandi ferðamálafræðing og var hún hress sem fress að venju. Einnig stúderaði ég fiska af miklum krafti á milli þess sem djús var drukkinn að hætti víkinga. Þetta var ægi mikið fjör.
Rottur:
Jú við líffræðinemar gerum jú rottukrufningar of sonna, sem fylgir jú náminu. En maður bjóst ekki við að vinna með lifandi rottu. Í Lífeðlisfræði gengur ein tilraunin út á það að rotta er svæfð, barkaþrædd og komið fyrir slöngum í hjartað o.fl. Svo vorum við að skoða blóðþrýstinginn hjá greyinu. Ef maður rakst í ákveðinn vöðva byrjaði hún að hreyfa sig (ósjálfráð "klórasér" viðbrögð) og svo gnísti hún tönnum í svefni.
Svo rafertum við taugar og klippum. Stundum hætti hún að anda, eða hjartað fór á fullt. Kennarinn hélt á tímabili að hún myndi fá hjartaáfall, en hjartstlátturinn fór hátt í 500 slög á mínútu (eðlilegur hjartsláttur er um 320 eða e-d).
Svo var tilraunin búin og littla nagdýrið hafði þjónað sínu hlutverki og fékk svefnlyfsskammt sem hefði dugað hest. Alltaf sorglegt að horfa á líf fjara út.
Jæjja fyrri mynd (sá sem var á undan þessari) fór fyrir brjóstið á fólki þannig að ég kom með eina fallega :)

Fórnarlamb vísindanna
Svona er lífið í líffræðinni, brútal og sorglegt í senn.
Jæjja verð að fara að kryfja fisk, (sem er þegar dauður).
Seeja
Hrönn villigerð.
2 Ummæli:
Takk elsku Hrönn fyrir að fjarlægja fyrri myndina og setja þessa "sætu!?" í staðinn. Lífið er jú brútalt en við saklausa og viðkvæma fólkið viljum ekkert láta minna okkur á það (sic!)
who is Rod. Ég sé ekki betur en maðurinn skilji ekki orð í Íslensku. Bölvaðir svikahrappar alltaf að kommenta á mann.
Reyndar þá lítur út fyrir að maður eigi fleiri vini en ella. hmm pæling.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim