19. apr. 2005

Ýmislegt hefur á daga mína drifið eftir síðan síðustu skrif mín litu dagsins ljós.
Fyrir það fyrsta átti maður 22. ára afmæli þann fjórtánda apríl kl. 9:30 um morguninn. Það var nú gaman. heihei og hó hó.

Daginn eftir var svo aðalfundur Haxa (Hagsmunafélags líffræðinema). Þar var ég endurkjörin í stjórn félagsins en í þetta skiptið með aðeins áhugaverðra vinnuheiti, Varaformaður/Skemmtannastjóri. Næsta ár í líffræðinni verður afar skemmtilegt... og skal ég fá einhverju um það ráðið.


Hamsturstelpukjáni

Svo er enn ein gleði í lífi mínu... Hinn magnaði, margfrægi, stórkostlegi BECK var að gefa út nýjann disk... Disk sem ber nafnið GUERO.
Það er aðeins eitt sem ég safna, og það eru ekki frímerki né servéttur, heldur original Beck diskar og gaf því Steinunn littla kisa mér GUERO í afmælisgjöf. jibbíjei.


Tvær mjásu wannabeez

Ó nei.... próf nálgast. hjálpi manni allir heilagir og óheilagir múmínálfar

3 Ummæli:

Þann 10:55 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

úje þú ert mín, ég er þín og það gengur upp í þeeeeeetta sinn! stelpur, þeir geta líka grátið... stelpur, úhú, þeir finna til - eins og við!

 
Þann 2:13 f.h. , Blogger Hrönn sagði...

Það rokkar ekkert meira en Landslagið á akureyri 1992. ónei.. Hraunbr.1 og landslagið eru sko vinir. Jamm og jább

 
Þann 10:26 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

nothing happening here I tell you!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim