21. mar. 2005

Le génie n´est qu´une plus grande aptitude á la patience

Dúbbídú. Ég fór á árshátíð Haxa fyrir tveim vikum. Í ár var brugðið út frá vananum og farið út á land. Reyndar þróaðist árshátíðin mjög skringilega og urðu margir eftir í bænum með aðra árshátíð en allt er gott sem endar vel og allir glaðir.

Ég fór semsagt á Nesjavelli, a.k.a. Nesbúð. Ferðin þangað líður mér seint úr minni þar sem mikill klaki var á köflum og kom að því að bíllinn (bleika villidýrið hans Yanns) snérist í hring og lenti nett útaf... ýta ýta oft. Svo rann billinn niður eina brekkuna á fætur annarri svo að maður óttaðist um líf sitt hvað eftir annað... Ég var orðin ein taugahrúga í lokin.
Og þá var heiti potturinn með staupum og strumpum og tilheyrandi.




Og svo var maturinn... mmm namm. gottað borða.




Svo var bara hreint djamm. Skemmti mér suddalega vel... Verð nú reyndar að segja að ég (ásamt öðrum ungum manni) fékk hinn vandræðilega en gefandi titil: "par líffræðinnar"... Tómatur hefði ekki staðist samanburð við kinnar mínar. Svo var farið aftur í pottinn seinna um kvöldið þar sem þessi mynd var tekin:



Hrönn.. 5 ára

Nóg um árshátíð.
Það var partý at Steinunns und Hronns ous' á laugardaginn og var það massað. Ég hafði verið hálf kvefuð alla vikuna og ekki sú hressasta á föstudaginn (svo mikið að ég beilaði á vísó!!!... REALLY)...
En hei.. tekið Alvarlega á því á laugardaginn og það var Alvarlega ekki fyndið daginn eftir þegar ég Alvarlega þurfti að læra fyrir Vefjafræðiprófið sem fara átti fram stundvíslega at 0800 hours daginn eftir. (stupid hronn.. not good)

Anyway þá fór ég áðan í prófið og hei... Nýr díll við alla sem ég þekki: Ef ég fell þá ætla ég að ganga um smáralind, þakin post-it miðum sem stendur á 'I be Stupid'... Bara svona ef einhverjir útlendingar eiga leið hjá.

Blubb. Bplaa. blubb.

5 Ummæli:

Þann 9:44 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

giirl, held þú þurfir að skrifa oftar til að fá fleiri komment.... Góð saga samt :) Ég á ennþá alltaf eftir að fara í basementparty í kópavoginum, vonandi líður ekki að löngu áður en ég fæ færi á að framkvæma það.

 
Þann 12:22 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

yo félagi, þú stendur þig vel! go girl.. hohoho... mjási

 
Þann 3:28 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

myndirnar duttu út af því þær eru linkaðar á haxa síðuna og síðan er tímabundið lokuð... kannski verður síðan jafnvel komin inn aftur þegar þú lest þetta og þá veistu ekkert um hvað ég er að blaðra
hronn

 
Þann 11:44 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

skrifaðu eitthvað hérna mússí.. jeeebus

 
Þann 11:23 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hey á ekki að fara að tjá sig hér??

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim