kúmbaja
Hvað er málið með skítaveður. Rok-Rigning-slydda o.s.frv. Það ætti að setja lög á þetta rugl.
Ég veit hvað ætti líka að setja lög á... Verklega Lífmælingatíma! Svo ég útskýri í stuttu máli af hverju; Jú ímyndið ykkur að sitja í þrjá og hálfann klukkutíma með einhvern standandi fyrir framan ykkur sem segir stanslaust: "þú ert heimsk, þú ert heimsk, þú ert heimsk..." Svo slær hann mann utanundir inn á milli og byrjar aftur..."þú ert heimsk...." Ég er alltaf andlega búin eftir þessa tíma. Skil ekki rass pass.
En ég læt sko ekki svona smáræði á mig fá. Nehei. Lífið er gott. Ég stunda líkamsrækt reglulega (Ég tel glasalyftingar til líkamsræktar). Það er auðvitað vísó eiginlega á hverjum föstudegi... og svo þarf alltaf að rifja upp föstudaginn á laugardaginn... Bara fyrir róna einsog mig :)
Svo skellti maður sér á snjóbretti með Pésa rauða á sunnudaginn og það var svaka rokkað. Reyndar var líkaminn ekkert sáttur við stökkpallatilraunirnar... en hei.. hann jafnar sig.
Svo er bara svo gaman að lifa. Árshátíð líffræðinnar á næsta leiti og endalaus læti alla daga.
Sawatii kæru vinir.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim